sunnudagur, 22. júlí 2007

Lag í spilun: QOTSA - Quick and to the Pointless

Mér leiðist.
Hef samt alveg stöff að gera.
S.s. taka upp frumsamda tónlist :Þ Þorgils lánaði mér tækin sín enda gítarinn hans brotinn.... Síðan get ég horft á alveg helling af anime sem ég fékk hjá honum. Ég veit, ég veit - en þrátt fyrir að vera kjánalegt á köflum er þetta blessaða anime nokk skemmtilegt :Þ
Ég hef hægt og rólega komist að því í gegnum tíðina að ég fíla QOTSA í tætlur. Byrjaði allt með Songs for the Deaf (þökk sé Arnari), fór þaðan í Lullabies to Paralyze og núna nýlega uppgötvaði ég Rated R (þökk sé Þorgils) og Era Vulgaris er geðveikur diskur (svo geðveikur að ég keypti mér hann í gær, dýrum dómi í Skífunni). Ætla að athuga fyrsta diskinn þeirra núna.
Langar að allir viti að ég fíla þetta band - sem merkir að mig langar í QOTSA bol :Þ
Langar líka í bol með mynd af Dæjanum á, til þess að halda minningu hans uppi þegar ég fæ mér nýjan gamlan bíl.
Bíð í ofvæni eftir því hvort karl faðir minn hafi fundið einhvern bíl fyrir mig - hann sagðist ætla að spyrjast fyrir um helgina og hafa samband við mig eftir hana. Sagði honum að ég kærði mig ekki um Aygo, Yaris, Hyundai og Subaru en gleymdi að segja honum að ég vil 5 dyra, beinskiptan og sparneytinn bíl.
Var að fatta að það er vika í hringferð okkar Önnu Stellu.
Var að fatta að ég á eftir að beila á fluginu til Boston.
Var að fatta að það eru tæpur mánuður eftir að vinnunni.
Var að fatta að það er mánuður þar til skólinn byrjar.
Var að fatta að ég er í stjórn og vinnu með skólanum.
Var að fatta að ég þarf að eiga tíma fyrir félagslíf.

Allavega.

Bæ.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hringdu í mig....og við gerum bol....i....

Nafnlaus sagði...

ég var að fatta að ég kemst ei með þér til úgglanda...:(

Nafnlaus sagði...

Ókeimms, þá stekk ég bara á næsta aðila sem kemur til greina :Þ

Nafnlaus sagði...

og með bílakaupin, mæli með 1400 Hondu Civic, hann framleiðir bensín í alvöru talað og fínt að keyra þetta...;P

en honnnííí hvað ætlarru að gera um helgina?:P

Nafnlaus sagði...

Vinna á laugardaginn og fara í sólarhrings tjaldferð með Söndru. Þannig að ég hef engan tíma fyrir þig, esskan :Þ

Nafnlaus sagði...

heh hvert á að skella sér í tjaldferð? mæli með Hellishólum í fljótshlíð, það verður sturluð gleði... (hljómsveitin hans valgeirs að spila, plöggiplögg..:p)

Nafnlaus sagði...

er það í Dæjavænni fjarlægð?

Nafnlaus sagði...

ömmm.... þetta er rétt hjá hvolfsvelli.... ekkert voðalega langt sko, er reyndar ekki búin að ákveða hvort að ég fer...

http://www.hellisholar.is/displayer.asp?p=ASP\Pg0.asp þetta er allavega pleisið...:)