Jæja, krakkar... ég var að frétta að jæja (hvernig sem það er nú skrifað á pólsku) þýðir pungur á pólsku - á eftir að prófa það. Dobre þýðir daginn og kurva er eitthvert blótsyrði... Rafao, Karol, Jacek og Daniel heita gaurarnir sem eru með mér í verkefninu. Mín reyndi eitthvað að munda sleggjuhamarinn í dag - tókst alls ekki illa svo sem - en ég fékk samt pólsk glott og ef ekki hlátur. Síðan voru það fjórir Pólverjar á hvítum Renault sem að stoppuðu fyrir framan mig þegar ég var á leið niður í gám úr mat - alklædd í of stóran galla og með appelsínugulan hjálm. Meira glott þar... Já, talandi um það. Skórnir sem ég er í eru nr. 38 - ég nota 36-37, en 38 var minnst. Þunni gallinn minn er í minnsta númerinu og ég er með 20cm uppábrot á buxunum. Þegar ég fer í kuldagallann lít ég út eins og blá og bolluleg lirfa. Allir vettlingar eru of stórir. Það eina sem passar er hjálmurinn :D Sjúklega töff pía :P Pabbi var voða hissa að allt væri of stórt á mig, sem mér þó þykir furðulegt enda maðurinn ekkert mikið hærri í loftinu en ég...
Það er unnið 12 tíma á dag alla daga vikunnar.
3 ummæli:
Hehe....sé þig fyrir mér í þessum galla. Finnst samt að þú ættir að taka mynd af þér í honum fyrir okkur og posta henni hérna á bloggið :)
haha :D Það hefur alveg hvarflað af/að mér :P
Alla daga vikunnar? Himmel und Erde, ég ætla nú samt að heimta hitting og djamm í sumar... alveg oftar en bara einu sinni sko... ;P
Skrifa ummæli