miðvikudagur, 11. apríl 2007

Lag í spilun: Nirvana - Heart-Shaped Box

Ég er gereyðingarvélin!



Nei, í alvöru. Ég nauðgaði vírusunum, sem voru að reyna að myrða tölvuna mína, og sendi þá til krakkbælis í Nýju Jórvík.



Þeir sjást ekki aftur - fyrr en í líkhúsi. Hahahaha!



Tölvlingur er þó ennþá bæklaður. Mama Cass (mamma) settist ofan á hana og braut eitthvað inni í heyrnatólaplögginu.



Nú, og auðvitað þarf að skipta um móðurborð (sem er dýrasti hluti tölvunnar, skv. heimildum mínum) til þess að laga það.



Og þar sem tugur króna (aleiga mín) dugar ekki til þeirrar lagfæringar þá verður það að sitja á hakanum. Bið mömmu um að setjast á hakann, hún er svo góð í svoleiðis stöffi.


En allavega - við Arnar tókum okkur til og ætluðum að labba upp að Glym en einhvern veginn lentum við niður í gljúfrinu og sáum aldrei Glym. En okkur var alveg sama, svo sem... Glymur er ekkert að fara og ég er ódauðleg.


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já líst vel á þetta nýja dæmi hjá þer. Og, its a must að hittast.

Nafnlaus sagði...

Hvað er must? Musti? Kisan þarna?

Nafnlaus sagði...

neineineineinei. Must úr ensku!

Nafnlaus sagði...

En ætlarðu bara að skilja Musta út undan? Það er ófreskjulegt af þér, Dísa! Þú ert ill!

Nafnlaus sagði...

Hver er musti?! er það einhver nýr?.. *hleypur í þríhyrninga*

Nafnlaus sagði...

http://www.musti.be/MustiWindow.html