Ég gerðist svo djörf að fara á samkomu Team Steel í gær. Fyrir þá sem ekki vita (ömm, líkegast flestir) þá er þetta bílaklúbbur fyrir unga bíla sem aldna. Meira að segja annar Dæi í klúbbnum! Laug að mömmu - sagðist vera að fara út að rúnta. Haha! Ég rúnta aldrei. Btw, fann ekki Fella- og Hólakirkju til að byrja með. Var komin eitthvert upp í Seljahverfi þegar verst lét. Fædd og uppalinn Reykvíkingur og rata ekki rass.Leið eins og fávita til að byrja með. Ráfaði þarna um eins og illa gerður hlutur.Síðan var haldið upp í Perluna (þúst, bara). Þar var bílunum stillt upp og einhverjir félagar fóru að reykspóla. I wanna twy that - en ég þori því ekki. Eftir það hófst skemmtunin. Skoðað var undir húddið á Dæjanum og pælt í hví hann dræpi á sér í raka. Fékk óverdós af bílaupplýsingum og kenningum. Kveikjulokið, kveikjuhamarinn, háspennuvírinn... and so on (sem sagt, man ekki meir). Maður á fertugsaldri tók eftir því að hosu vantaði í bílinn. Drengur á mínum aldri sagðist eiga slíka hosu. Þá var þotið eins og vindurinn (70km/klst), aftur upp í Freyðholt og hosunni sullað í Dæjann! Fo' free! Hver annar en móðir mín hringdi í miðjum klíðum. Hélt að drengurinn væri að plana nauðgun þegar hún hafði fengið að vita gang mála. Kjánabarn.
Þegar ég kom heim sagðir móðir vor: "Hví geturðu ekki bara litað á þér hárið, plokkað á þér augabrúnirnar eða farið á gelgjuna eða eitthvað. Ég sver það, ég hlýt að hafa fengið vitlaust barn á fæðingadeildinni."
Mamma er háðslega búin að dreifa þessu uppátæki mínu austur á firði...
Haha --> http://blog.central.is/team_steel
Engin ummæli:
Skrifa ummæli