Nú hef ég örvæntingafull verið að leita mér að vinnu síðan snemma í mars.
Ég er komin með örugga vinnu í OR, ef ég hef áhuga. Fæ meira borgað þar en í Heilbrigðiseftirlitinu.Fór í atvinnuviðtal hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs- og Hafnafjarðarbæjar. Tveir eldri karlmenn tóku viðtalið. Fann fyrir krakkafordómum ("við viljum ekkert að fólk hangi á bloggsíðum"). Launin eru skitin nema ég vinni af mér rassgatið í yfirvinnu. Ég þarf að vera leiðinleg og benda fyrirtækjagaurum ef þeir hafa ekki starfsleyfi eða ef ruslið er á vitlausum stað. Ég þarf að svara símtölum þar sem steikt fólk kvartar undan nágrönnunum syngjandi í sturtu eða undan hundum. Þá þarf ég að fara að hlaupa á eftir hundinum. Ég þarf að skrá niður allt sem ég geri og sé.Langar þó allra mest til þess að gerast sendill hjá Altaki (sem er fyrirtækið sem hann karl faðir minn vinnur hjá). Hann sagði Altak sárlega vanta sendil og nefndi síðan möguleg laun. Þessi himinháa tala hefur svifið um í hausnum á mér síðan á miðvikudaginn. Ég hefði barasta ekkert á móti því að fá 270.000kr á mánuði! Gaurinn sem ég talaði við hjá Altaki hljómaði samt ekkert sérlega áhugasamur um að fá mig í vinnu. Spurði hvað ég væri gömul með tón :S
2 ummæli:
Að leita sér að sumarvinnu er bara leiðinlegt.... Vona að þetta reddist hjá þér... *hvísl* ef ég að vera alveg hreinskilin þá held ég að orkuveitan væri skárri en heilbrigðiseftirlitið, betri laun og svona*hvísl*
*hvísl* þrátt fyrir ömurlegt fyrrasumar þá held ég að það sé rétt *hvísl* :P
Skrifa ummæli