laugardagur, 21. apríl 2007

Lag í spilun: Testament - Return to Serenity

Þeir sem voru á samkomu Team Steel seinasta miðvikudag, sáu mögulega þegar ég rústaði rúðunni í bílnum.
Settist í gær inn í bíl með IKEA verkfærasettið mitt og ætlaði að reyna að laga þetta sjálf. Jahh... Pollýanna er ekki einu sinni svo bjartsýn. Ég náði ekki einu sinni innréttingunni af! Náði að losa hana á tveimur hliðum en sat síðan þarna og klóraði mér í hausnum. Glatað. Þegar ég var búin að reyna við innréttinguna í svona korter kom Benni heim. Og hvernig er EKKI hægt að hjálpa píu í illa lyktandi ullarpeysu, spyr ég.
Hann náði innréttingunni af, ekkert mál.
Í ljós kom að rúðan var ekki lengur í sleðanum. Þess vegna var ég búin að vera keyrandi með smá opinn glugga, króknandi úr kulda með miðstöðina á fullu.
Ekki var hægt að setja rúðuna aftur í sleðann nema með því að taka sleðann og rúðuna úr og líma allt heila klabbið saman. Áðan settum við svo rúðuna í. Þá kom í ljós að draslið sem að ýtir rúðunni upp er eitthvað skakkt og því fer rúðan hægar upp öðrum megin en hinum megin. Ætli ég að opna og loka glugganum verð ég að stýra rúðunni. Tsöff!
Hvað þessa blessuðu læsingu varðar þá var einhver skrúfa þarna sem færðist úr stað þegar opnað er utan frá og læsir læsingunni :Þ Benni tók þá upp á því að sprauta kítti í eitthvað plast og troða því inn í opið sem skrúfan færist í, þannig að hún yrði kyrr. Þá er bara að bíða og sjá hvernig það fer - annars held ég bara áfram að skríða hinum megin út úr honum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held að þú ættir að fara að skrifa bók um bílinn þinn...!;) Alveg endalausar sögur af honum...;P

Nafnlaus sagði...

Svei mér þá, já.

Ég blogga ekki um annað en þennan blessaða bíl :P

Síðan ætla ég að krýna þig kommentara bloggsins 2007.

Nafnlaus sagði...

Heyrst hefur að óli stefni á þann titil fyrir árið 2008.

Nafnlaus sagði...

já bessi já