föstudagur, 21. desember 2007

Lag í spilun: Liquido - Narcotic

Æji...
Sem hálfgerður trúleysingi sem stundar nám í raunvísindadeild segi ég bara æji.
Þessi maður er í sama söfnuði og fyrrverandi bekkjarsystir mín (minnir mig). Hann bloggar eftir sinni sannfæringu - sem er ekki sú sama og mín :D :p
Ætti kannski ekkert að vera að leyna skoðunum mínum á trú... veit ekki.
Ókei, mér finnst þetta rugl. Að hafna uppruna sínum svona, hafna sögu jarðarinnar sem fólk byggir (og gott betur en það...). Að segja jarðsöguna ævintýri er bull, rugl og þvaður. Biblían er friggin' ævintýri. Boðorðin eru ekkert eitthvað sér sem kristnir menn eiga. Þetta er bara almennt siðferði sem var til löngu áður en Móses fékk töflurnar tvær. Pff...
Biblían... ugh, segi ég. Ég veit að ég hef ekki lesið hana, en ég hef heyrt nógu mikið úr henni frá öðrum til þess að kæra mig ekkert um að lesa hana.
Trúin kann að hafa hjálpað fólki mörgum, bla bla bla. Trúin er ópíum fólksins, bla bla bla. Ég er ekki þarna á meðal.
Ég trúi á þróunarsöguna, geimverur og drauga. Ekki skáldsögur.
Rant, rant :p
Megið vera ógeðslega ósammála mér, mér er sama.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr ...

Nafnlaus sagði...

skoðanir. sæll. eigum við að ræða það eitthvað? þú er meistaraverk. við þurfum að fara að hittast eitthvað svona 10 mín, hef í rauninni ekki séð þig í allan vetur.

Nafnlaus sagði...

Haha :p Næturvaktin rúlar :p