Fyrir nokkrum vikum síðan ákvað hljóðið úr hátölurunum mínum, sem tengdir eru við plötuspilarann, að fokkast upp. Mamma sagði að hátalararnir væru sprungnir. Fór við tækifæri í Góða hirðinn og fann enga þar. Í sömu ferð fór ég í Sjónvarpsmiðstöðina og fann þessa geðveiku hátalara.... hvatvísin hvíslaði "Keyptu þá...". Keypti þá og fór með þá heim og í gleði minni settu þá í samband. Hljóðið var fkn eins! Sjaldan verið jafn sár á ævinni. Fór og skilaði þeim og var þá sagt að miðað við lýsinguna á hljóðinu þá væri þetta líklegast magnarinn. Anna Stella sagðist vita um gaur sem gerði við gömul raftæki ódýrt. Hef ENN ekki fengið númerið hjá honum (ekki það að það skipti einhverju máli núna). Síðan kom Ægir frændi í heimsókn og sagðist kunna að laga hann. Vandinn var annars eðlis en hann hélt :S Hann sagðist ætla að grafa sinn gamla upp og lána mér. Síðan gleymdi hann mér og mamma minnti hann á þetta í dag. Hann kom galvaskur með 2 rása Pioneer magnara í dag (sem er svo öflugur að hann var notaður í félagsheimilinu á Vopnafirði hérna í den). Ég plöggaði honum í samband. Mesti bömmer í heiminum. Ennþá sama hljóð! Sem þýddi hvað? Að þetta var plötuspilarinn eftir allt saman. Alveg frá upphafi vandans hafði ég þurft að ýta ofan á plötuspilarann til þess að fá eitthvað hljóð - en samt hvarflaði EKKI að mér að hann gæti verið vandinn. Ótrúlega bjánalegt... Opnaði lokið á plötuspilaranum (sem er frekar rafrænn og nálin föst við lokið, maður ýtir bara á PLAY og tækið sér um rest - svona mér til varnar), leit á nálina. Var ekki bara hlussu kusk í henni! Vandræðalegt. ALLT þetta vesen og það var kusk í nálinni. Tók kuskið, ýtti á PLAY (Skid Row plata í tækinu) og beið..... "Rollin' ...", heyrðist innan skamms (Youth Gone Wild byrjar þannig) og síðan hófst lagið. Svona getur maður verið þröngsýnn stundum og glataður....
4 ummæli:
Marín. Veistu að þetta er fullkomið dæmi um hver seinheppin þú getur stundum verið, en samt geturu haft húmor fyrir sjálfri þér eftir allt saman. Þess vegna finnst mér þú svona frábær!!!! Rock on.....(btw, þetta er ekki þorgils....híhí...) dreadlocks is too lazy to write the ID
Seinheppin...fyndið orð :Þ
[>234[>10[I<5 is alwayz too lazy to write the ID :Þ
73|-| 1337/\/355 !7 |{!115 |\/|3
4/\/0/\/`/|\/|0|_|5
J00'23 50 [u73 VVI-I3N JOO 74lI< 1337 (",)
Skrifa ummæli