fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Lag í spilun: The Coasters - In Mexico

Komin úr hringferðinni.
Og hvað lærði ég?

Að ég þarf að fjárfesta í nýjum svefnpoka, tjaldi og dínu. Svefnpokarnir sem ég og Anna Stella vorum með (heima frá mér) voru hörmulegir. Tjaldið hennar Önnu Stellu var líka slappt, Rúmfó. Síðan kom gat á dínuna hennar Önnu Stellu.

Að þrátt fyrir að hafa verið í 8 daga ferð um Ísland er enn alveg hellingur sem á eftir að skoða.

Að mér þykir alveg ofboðslega vænt um afa minn á Vopnafirði. Nú er það svo skondið.... að hann er ekki afi minn. Afi minn fórst úti á hafi löngu fyrir mína tíð og afi Nonni var maður ömmu þegar ég fæddist og því hef ég alltaf litið á hann sem afa. Mamma og afi voru að símaspjalla í gær - daginn eftir ferðina út í Fagradal þar sem ég var hlaupandi út um allt eins og vitleysingur - og afi sagði: "Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég ætti hvert einasta bein í henni". Hann, 68 ára, gekk með okkur upp undir Búr. Það sést ekki á þessari mynd en við vorum að labba skriður og þverhnípt niður í fjöru :Þ


Að ég þarf að fá útrás fyrir hraðaþörfinni minni - á stað þar sem lögreglan er ekki til staðar :Þ

Lærði ýmislegt fleira, en veit það ekki sem stendur :Þ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha takk fyrir síðast!! Ég er enn ekki komin heim! er búin að fara á Laugavatn og er núna fyrir vestan á Snæfellsnesi.

Afinn er nú alveg svaðalega seigur, var skíthrædd um að hann myndi farast í skriðunum en hann skokkaði þetta bara eins og hver annar úllingur.