sunnudagur, 15. apríl 2007

Lag í spilun: Stone Temple Pilots - Ride the Cliché

Í næsta þætti af Pimp My Ride mun fórnarlambið vera 19, bráðum 20, ára gamall Daihatsu Charade. Hann er gamall og lúinn og veitti ekki af smá uppvakningu.

Það allra fyrsta sem við munum gera er a finna púkann sem veldur því að bíllinn drepur á sér í raka. Þegar því er lokið munum við herða bremsurnar, til muna, svo að eigandi bílsins þurfi eigi lengur að byrja að bremsa nokkrum kílómetrum áður en komið er að ljósum. Þá er afturrúðuþurrkumótorinn lagaður og innrétting sett í skottið.

Eftir þetta hefst fjörið. Bíllinn er sprautaður hvítur og litlum spoiler komið fyrir á þakinu. Sportrendurnar á hliðunum verða sprautaðar svartar og stafirnir (Charade) hvítir. Þá munum við setja frábærar græjur í bílinn. Magnaða hátalara og geislaspilara með AUX-Input svo að eigandinn geti plöggað MP3-spilaranum sínum í. Þá verða rammarnir, utan um ýmsa hluti í mælaborðinu, sprautaðir hvítir. Þegar því er lokið klæðum við stýrið í hvíta gæru. Síðan skiptum við um plast yfir ljósunum, hið nýja verður dökkt. Þá fær bíllinn krómfelgur, sem varast verður að horfa á - ef fólk vill halda sjóninni.

Rúsínurnar í pylsuendanum verða svo forláta sérsmíðað húddskraut ("D" inni í hring) og "2DAI4" límt aftan á skottið.

...mar má nú láta sig dreyma...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheh já segðu maður má láta sig dreyma...;)

Minn fer í svona mini makeover á morgun... Þarf að skipta um eitthvað legudót í honum og bremsurnar líka... Svo fara álfelgurnar undir hann í vikunni og hann fær bón og dekur eftir prófin...:p ooog svooo í sumar ætla ég að kaupa gúmímottur í hann og nýtt rúðuþurrku unit aftan á hann...!

Mwahhh... ég sakna hans... hann er bestastur...;P

Nafnlaus sagði...

*hvísl* ef að rakapúkinn finnst ætla ég að gera eitthvað af þessu *hvísl* :Þ

Þinn fær bara heljarinnar treatment ... :P