laugardagur, 14. apríl 2007

Lag í spilun: Dead Kennedys - To Drunk to Fuck

Aðalfundur Fjallsins var í gær.
Tók hvatvísina á kvöldið og .... bauð mig fram í ritarastöðu stjórnarinnar. Það var engin samkeppni þannig.... ég er ritari *fær kvíðakast*
Eftir fundinn var stefnan tekin á bæinn. Hitti félaga Hödda! (flokkstjórinn minn fyrsta sumarið í OR - alger snillingur). Ég elska 11, það er svo mögnuð tónlistin þar. CCR, Depeche Mode, Billy Idol and so on. Fyrir utan Cultura svolgraði ég nýopnum bjór í mig (hömstruðum nokkra á Aðalfundinum). Það fór ekki betur en svo að ég varð bullandi full - ekki töff. Langaði að leggjast í götuna og sofna. Hringdi alveg helluð í Arnar, sem er eitthvað sem ég var búin að segja honum að ég myndi ábyggilega ekki gera - sowwy, Arnar, og bað hann um að ná í mig. Rotaðist um leið og ég lagðist á koddann hjá honum. Hann keyrði mér síðan heim í morgun.
Mikið mygl og mók í dag.
"Alla", Selma og "Dröfn Kristinsdóttir"

Über-pósa

Ég og Ásta sem var með mér í Engjaskóla. Hún er líka búin að heyra um eitthvað reunion.


Kristín formaður, Inga, Einar næsti formaður og pía. Ég er skíthrædd við þennan Einar, virkar á mig eins og hann hafi engan húmor og taki hlutina of alvarlega.

Hver er rúsínan hér, ha?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með ritarann..;) við verðum að kíkja á djammið saman í sumar...;) alveg möst... sérstaklega fyrst að undirrituð er nú að fara að vinna í ÁTVR...:p

Nafnlaus sagði...

Já, þar geturðu sko heldur betur fullnægt alkanum í þér :P