Eruð þið ekki að grínast! Creative Zen Vision:M kostar rúmar 35.000kr á Íslandi en 15.000kr í BNA. Spilarinn minn (30GB) kostaði á sínum tíma (úti í BNA) 18.000kr og núna kostar 60GB 18.000kr. Ég vil 60GB keyptan í Bandaríkjunum, pottó. Er einhver sem er að fara út eða þekkir einhvern sem er að fara út sem er viljugur að kaupa svona félaga fyrir mig *puppy eyes* :Þ
Þegar ég heimsótti afa fyrir austan tók ég eftir því að hann var búinn að stækka bílskúrinn/kjallarann með því að fjarlægja herbergi. Í þessu herbergi voru nokkuð margar kasettur í svona kasettuhillu uppi á vegg. Ég spurði afa hvað hafði orðið af þessum kasettum. "Hent". SJÚKUR BÖMMER - ég með kasettutæki í bílnum og þetta var þúst U2, Metallica, Madness, Bubbi og eitthvað fleira.
Var með MP3 spilara bróður míns í dag (1GB). Vont að hafa svona lítið af tónlist - mjöööög vont.
Og erum við að tala um krípí dúdda. Ingvar kranamaður hefur núna 3var komið inn í gáminn, þar sem við erum að vinna, staðið aðeins í anddyrinu með hendur í vösum og horft á mig vinna. Síðan hefur hann gengið inn í gáminn og staðið um 2m fyrir aftan mig í nokkrar mínútur, með hendur í vösum, og horft á mig vinna. Ég er þúst að hlusta á tónlist og ekkert að fara að tala við manninn, enda að vinna. Alveg gríðarlega óþægilegt!
Já, og ég er ekki eins fátæk og ég hélt *roðn* Millifærði 10.000 kr inn á debetkortið mitt (af Vopnafjarðarreikningnum mínum) í gær og spurðist síðan fyrir um stöðuna. 293.000kr. Ha! Ókei, ég er sátt - hélt að það væru svona 50.000kr þarna inni á. Sagði mömmu þetta síðan og hún trúði því ekki og sagði mér að hringja aftur í dag. Sem og ég gerði. 293.000kr.
Ég var með leyndan 300.000 kall í vasanum... :Þ
2 ummæli:
Marín. Þú ert komin til að sigra heiminn. :)
Æjá, ég gleymdi því... ég verð að fara að snúa mér að því, það hefur verið á hold allt of lengi...
Skrifa ummæli