Fór til lögreglunnar í dag að gefa skýrslu. Hress gaurinn sem tók skýrsluna - sagði mér að rispa bílinn fyrir tryggingarnar. En það virkar ekki af því að ég sagði satt og rétt frá í skýrslunni og það fyrsta sem tryggingarnar gera er að fá afrit af lögregluskýrslunni....
Þannig að þetta er eiginlega bara glatað mál. Rúmar 30.000kr horfnar í buskann.
Dagurinn í dag var svo dull... engin tónlist. Bara glamur og FM 95 komma gubb í bakgrunni að spila JT og Mika Píka í sí og æ.Er að setja tónlist inn á 1 GB spilara bróður míns :S Sjáum til hversu lengi ég höndla svo lítið magn af músík...Það var barasta til lok yfir skottið - ég hélt að ég þyrfti að redda mér svoleiðis. Það sat bara í mestu makindum inni í skúr. Og það besta er að það eru svona hátalaraplöst sitthvoru megin, þannig að ég þarf ekki að saga göt fyrir tilvonandi hátalara í lokið... Ekkert nema gott um það að segja. Bíllinn er líka miklu flottari þegar "the emergency tool kit" og bilaði afturrúðuþurrkumótorinn sjást ekki.Über...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli