fimmtudagur, 31. maí 2007

Lag í spilun: Nelly Furtado - All Good Things Come To An End

Eruð þið ekki að grínast! Creative Zen Vision:M kostar rúmar 35.000kr á Íslandi en 15.000kr í BNA. Spilarinn minn (30GB) kostaði á sínum tíma (úti í BNA) 18.000kr og núna kostar 60GB 18.000kr. Ég vil 60GB keyptan í Bandaríkjunum, pottó. Er einhver sem er að fara út eða þekkir einhvern sem er að fara út sem er viljugur að kaupa svona félaga fyrir mig *puppy eyes* :Þ

Þegar ég heimsótti afa fyrir austan tók ég eftir því að hann var búinn að stækka bílskúrinn/kjallarann með því að fjarlægja herbergi. Í þessu herbergi voru nokkuð margar kasettur í svona kasettuhillu uppi á vegg. Ég spurði afa hvað hafði orðið af þessum kasettum. "Hent". SJÚKUR BÖMMER - ég með kasettutæki í bílnum og þetta var þúst U2, Metallica, Madness, Bubbi og eitthvað fleira.

Var með MP3 spilara bróður míns í dag (1GB). Vont að hafa svona lítið af tónlist - mjöööög vont.

Og erum við að tala um krípí dúdda. Ingvar kranamaður hefur núna 3var komið inn í gáminn, þar sem við erum að vinna, staðið aðeins í anddyrinu með hendur í vösum og horft á mig vinna. Síðan hefur hann gengið inn í gáminn og staðið um 2m fyrir aftan mig í nokkrar mínútur, með hendur í vösum, og horft á mig vinna. Ég er þúst að hlusta á tónlist og ekkert að fara að tala við manninn, enda að vinna. Alveg gríðarlega óþægilegt!

Já, og ég er ekki eins fátæk og ég hélt *roðn* Millifærði 10.000 kr inn á debetkortið mitt (af Vopnafjarðarreikningnum mínum) í gær og spurðist síðan fyrir um stöðuna. 293.000kr. Ha! Ókei, ég er sátt - hélt að það væru svona 50.000kr þarna inni á. Sagði mömmu þetta síðan og hún trúði því ekki og sagði mér að hringja aftur í dag. Sem og ég gerði. 293.000kr.

Ég var með leyndan 300.000 kall í vasanum... :Þ

miðvikudagur, 30. maí 2007

Lag í spilun: Outkast - Ms. Jackson

Fór til lögreglunnar í dag að gefa skýrslu. Hress gaurinn sem tók skýrsluna - sagði mér að rispa bílinn fyrir tryggingarnar. En það virkar ekki af því að ég sagði satt og rétt frá í skýrslunni og það fyrsta sem tryggingarnar gera er að fá afrit af lögregluskýrslunni....

Þannig að þetta er eiginlega bara glatað mál. Rúmar 30.000kr horfnar í buskann.

Dagurinn í dag var svo dull... engin tónlist. Bara glamur og FM 95 komma gubb í bakgrunni að spila JT og Mika Píka í sí og æ.
Er að setja tónlist inn á 1 GB spilara bróður míns :S Sjáum til hversu lengi ég höndla svo lítið magn af músík...
Það var barasta til lok yfir skottið - ég hélt að ég þyrfti að redda mér svoleiðis. Það sat bara í mestu makindum inni í skúr. Og það besta er að það eru svona hátalaraplöst sitthvoru megin, þannig að ég þarf ekki að saga göt fyrir tilvonandi hátalara í lokið... Ekkert nema gott um það að segja. Bíllinn er líka miklu flottari þegar "the emergency tool kit" og bilaði afturrúðuþurrkumótorinn sjást ekki.
Über...

þriðjudagur, 29. maí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Helvítis djöfulsins andskotans áklæði!
Dröslaðist þreytt í bíó á Pirates of the Caribbean og já, takk var rænd! Ég er grenjandi hérna og svo ógeðslega reið! MP3 spilarinn minn, nýju heyrnatólin mín (sem eru geðveikt góð!), geisladiskataskan mín og allir skrifuðu diskarnir mínir! Hver fer að ræna skrifuðum diskum! *grátur*
Ég hata allt og alla núna og langar að fokkíng myrða strákana (já, pottó karlkyns úrhrök) sem að rændu mig.
Þetta er eitthvað sem kennir manni að treysta engu og engum - sem er í sjálfu sér ekkert sniðugt.
Ég sé svooooo eftir spilaranum mínum.... I want it baaaaack *grenj*
Ef þessir helvítis pungar mættu mér núna....

mánudagur, 28. maí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Erum við að tala um töff áklæði! Ég og Sandra drápum Skjöldu, húðflettum hana og erum að sauma húðina í bílinn og það kemur bara virkilega vel út. Takk, Skjalda.
Þó svo að Uriah Heep hafi verið upphitunarhljómsveitin fyrir Deep Purple þá voru þeir mörgum levelum fyrir ofan þá.... Skemmdu ekki lögin sín með einhverjum endalausum sólóum og röggli. Mér fannst magnað þegar þeir tóku Gypsy (söng ANSI hátt með) - og flest öll hin lögin voru mögnuð.
Farin að sofa svo að ég hafi næga orku þegar Pólverjarnir nauðga mér á morgun.

sunnudagur, 27. maí 2007

Lag í spilun: Skid Row - Forever

Mér finnst söngvarar íslensku hljómsveitarinnar noise og Skid Row vera með líka rödd og beita henni á líkan hátt.
Fór til Vopnó um helgina. Planið var að fara út í Fagradal að jarðfræðast en vegna færðar og veðurs varð ekkert úr því - smá fýluferð. Hitti samt blessuðu ættingjana sem var ágætt.
URIAH HEEP (og Deep Purple) á eftir.
Er ekki viss hvort ég meiki 7 daga vinnuviku í allt sumar... helgarnar í júní eru reyndar pakkaðar af einhverjum ferðum og Boston ferðin er í ágúst og skólinn byrjar ca. 22. ágúst. En júlí! Þar er barasta ekkert á dagskránni hjá mér. Hardkor. Vegna vinnunnar mun ég líklegast engan tíma hafa til að pimpa bílinn - hvað þá kaupa stöffið sem þarf til að pimpa hann. Mér finnst það svolítið fúlt...
Fyrir mér er Pantera (seinna tímabils Pantera) glöggt dæmi um að ekki skal dæma bókina eftir kápunni (ég er líka gott dæmi, ef út í það er farið....). En ég meina, sjáið coverin á diskunum þeirra...





Þetta er bara virkilega hideous hönnun en þarna er annars eðalband á ferðinni.

fimmtudagur, 24. maí 2007

Lag í spilun: Porno for Pyros - Pets

Jæja, krakkar... ég var að frétta að jæja (hvernig sem það er nú skrifað á pólsku) þýðir pungur á pólsku - á eftir að prófa það. Dobre þýðir daginn og kurva er eitthvert blótsyrði...
Rafao, Karol, Jacek og Daniel heita gaurarnir sem eru með mér í verkefninu.
Mín reyndi eitthvað að munda sleggjuhamarinn í dag - tókst alls ekki illa svo sem - en ég fékk samt pólsk glott og ef ekki hlátur.
Síðan voru það fjórir Pólverjar á hvítum Renault sem að stoppuðu fyrir framan mig þegar ég var á leið niður í gám úr mat - alklædd í of stóran galla og með appelsínugulan hjálm. Meira glott þar...
Já, talandi um það. Skórnir sem ég er í eru nr. 38 - ég nota 36-37, en 38 var minnst. Þunni gallinn minn er í minnsta númerinu og ég er með 20cm uppábrot á buxunum. Þegar ég fer í kuldagallann lít ég út eins og blá og bolluleg lirfa. Allir vettlingar eru of stórir. Það eina sem passar er hjálmurinn :D Sjúklega töff pía :P Pabbi var voða hissa að allt væri of stórt á mig, sem mér þó þykir furðulegt enda maðurinn ekkert mikið hærri í loftinu en ég...
Það er unnið 12 tíma á dag alla daga vikunnar.

þriðjudagur, 22. maí 2007

Lag í spilun: Skid Row - Forever

Í dag sá ég:

Pabba minn
Magna, dreng sem var að vinna með mér í OR
Litla krúttlega hagamús
Tugi Pólverja að horfa forvitnislega/furðulega/getnaðarlega á mig.
Já, ég byrjaði í vinnunni í dag. Byrjaði að vinna kl. 11 vegna vesens á fólkinu sem átti að koma mér upp í Hellisheiðavirkjunina :P Var að taka 1m*3m plastplötur af færibandi og raða á gólfið - sjúklega einhæft.
Það var einn sérstaklega krípí Pólverji þarna sem horfði sérstaklega getnaðarlega á mig og glotti í matarhléunum.
Einungis þrír kvenmenn í vinnunni. Sigrún skrifstofukona í Altaki niðri á höfn, pólska mötuneytisstelpan í Hellisheiðavirkjuninni og ég. Í tilefni af því var ég að pæla í að merkja fötin mín einhvern vegin þannig. Estrógenið, Pussulingurinn eða eitthvað....
Ég er svo úrvinda eftir daginn. Drulluslöpp með nefrennsli og hálsbólgu og bara almennt þreytt eftir þennan hálfa dag :P

mánudagur, 21. maí 2007

Lag í spilun: Adam and the Ants - Scorpions

Ég náði Jarðfræði 2A!
*dansar af gleði*

sunnudagur, 20. maí 2007

Lag í spilun: AC/DC - Dirty Deeds Done Cheap

Jæja, þá er maður kominn úr hinni alræmdu Suðurlandsferð. Virkilega skemmtileg ferð.
Heitur pottur og klúrir brandarar, bjór, söngur, hlaupið eins og vindurinn, glósað í öllum veðrum og pælt.
Gullfoss og Geysir, Sólheimajökull, Reynisfjörur, Kirkjubæjarklaustur, Þórsmörk and so on....
Gistum á Skógum 3 nætur og Skálholti 1.
Ég náði Jarðfærði 2B og Aðferðum 2, og rúmlega það.
Á eftir að fá úr Jarðfræði 2A og Almennri efnafræði 2.
Vona að ég nái.

þriðjudagur, 15. maí 2007

Lag í spilun: Sálin - Sódóma

"Æji, hverjum er ekki drullusama", hugsaði hún með sér, lokaði prófinu og þaut út. Keyrði heim á yfirsnúningi með íslenska sumartónlist í botni og flugmannasólgleraugun á nefinu ofan á hinum gleraugunum.

mánudagur, 14. maí 2007

Lag í spilun: Korn - Hollow Life

Ég kynntist kaldhæðninni í kringum 13 ára aldurinn....
Hvernig er veðrið búið að vera síðast liðnar 3 vikurnar - sem sagt tímabilið sem ég er búin að vera í prófum? Jú, allt frá því að vera fínt og upp í frábært. En ég og próf félagar mínir höfum neyðst til að sitja inni og horfa löngunaraugum út.

Við förum í Suðurlandsferðina núna á miðvikudaginn og hún auðvitað snýst um útiveru. Og hvernig er spáin? See for yourself.

http://www.vedur.is/vedrid/naestu_dagar.html?
Mitt ódýra regn-ponsjó sem ég fékk í afmælisgjöf ætlar víst að koma að góðum notum...

sunnudagur, 13. maí 2007

Lag í spilun: Pantera - Cemetary Gates

Mamma sá mig skoða bíla á bílasölum (á netinu) um daginn og ég hef þurft að súpa seyðið af því.
"En þessi hérna?", sagði hún og benti á Nissan Micra í blaðinu.
Með fyrirlitningu svaraði ég: "Mamma, þetta er kellingabíll. Þú mátt eiga hann."
Síðan kom ég heim áðan og mamma náði tali af mér.
"Ég fann hinn fullkomna bíl fyrir þig, Marín."
Ég horfði á hana með vanþóknun og pirringi. "Þetta er ábyggilega ljótur, lítill kellingabíll"
Mamma svaraði kotroskin, "2000 árgerð...."
"Mamma! Ég vil ekki nýja bíla!"
"Leimmér að klára! Sumar- og vetrardekk, geislaspilari, 13.000kr á mánuði...."
"Þú veist hvað ég hata svona, mamma! Að skulda."
"Það er reyndar eitthvað smá áhvílandi. Byrjar á D"
"Ertu á lyfjum, mamma?! Nýr Daihatsu er það hallærislegasta sem ég veit um."
"T"
"Daihatsu Terios! Ertu gengin af vitinu. Ef ég myndi keyra um á þessum bíl myndi ég drukkna í minni eigin ælu. Hvað varstu að pæla, kona. Ég á ljótum jepplingi. OJ.", sagði ég og hló að vitleysunni í henni.
"En Marín, þú værir fullkomin á svona bíl"
"Mamma, ég segi það og skrifa, drukkna í minni eigin ælu!"
Síðan fór ég í sturtu.

Alveg makalaust hvað fólk er að reyna að ráðskast með mig þessa dagana. Dæinn virkar og á meðan svo er ætla ég ekki að pæla í neinu öðru. Ég var bara að leika mér að skoða aðra bíla á netinu. Og þetta "ráðskast" dæmi á líka við um aðra hluti. Ég má eyða tíma með hvaða liði sem mér sýnist án þess að fólk fari á fkn taugum!

Öllu má nú ofgera, góða fólk, öllu má nú ofgera.
Pant vera pirruð.

föstudagur, 11. maí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Heimilislífið er búið að vera í rústi í dag og sérstaklega í kvöld.
Veit ekki hvort það tengist ákveðnum atburðum, but it sho' as hell wouldn't surprise me.

Fór á leikritið Leg með Söndru vinkonu. Tær snilld. Langar að eiga soundtrakkið úr þessu - eða bara eiga leikritið á vídjó eða eitthvað. Stórmagnað handrit!

"Ég fæ nú ekki oft gesti í heimsókn hingað í legið. Má bjóða þér eitthvað? Legvatn? Legköku?"

Lag í spilun: The Verve - Bitter Sweet Symphony

http://xhvad.bifrost.is/
Var að reikna út bensíneyðsluna síðan ég byrjaði að keyra Dæjann.
Febrúar - 3000kr
Mars - 4000kr
Apríl - 7000kr
Maí - 2000kr
Samtals - 16000kr
Síðan fékk maður orlofið. Ekki svo margar krónur en vonandi nóg fram að næstu mánaðarmótum. I owe some people money og þar að auki kostar maturinn í þessari blessuðu suðurlandsferð 10000kr! Þeir sem mig þekkja fatta mögulega að ég borða kannski mat að andvirði 5000kr í þessari ferð. Þess vegna þykir mér gríðarlega vont að hvað maturinn er dýr (hann er ábyggilega ekki einu sinni góður).

Og já, ég er ekki að hlusta á þetta lag að ástæðulausu. Lífið er ljúfsárt.

fimmtudagur, 10. maí 2007

Lag í spilun: Calvin Harris - Acceptable in the 80s

Lauk efnafræðiprófinu í dag, í Plebbagarði.
Mér er alveg sama hvernig mér gekk. Nennti ekki að vera í þessu prófi - er virkilega komin með leið á þessum prófum. Leysti það sem ég gat, giskaði og bullaði rest.
Síðan....

þriðjudagur, 8. maí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Fórum á Sægreifann áðan að fá okkur heimsins bestu humarsúpu.
Fórnaði trylltu stæði (alveg upp við hurðina) af því að ég varð að sanna fyrir Önnu Stellu að bíllinn minn er EKKI RUSL! *ull*
Allavega, þegar við komum til baka sá ég stæði tveimur stæðum frá hinu upprunalega og skellti mér í það.
Pía, rétt hjá á jeppa, sem var að bakka eitthvað varð tryllt - bibaði og benti mér á að GERA SVO VEL AÐ DRULLA MÉR ÚR STÆÐINU SEM HÚN VAR BÚIN AÐ EIGNA SÉR.
Afsakið hlé, en það leit bara ENGAN vegin þannig út að hún væri að fara að bakka í þetta blessaða stæði.
En, sá vægir er vitið hefur meira og við skutumst í burtu.

mánudagur, 7. maí 2007

Lag í spilun: A Perfect Circle - Freedom of Choice

Funny the things that make you feel appreciated :Þ

laugardagur, 5. maí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Glataður dagur.
Fyrir það fyrsta var ég að fara í próf - Á LAUGARDEGI.
Í öðru lagi var mér svo flökurt þegar ég vaknaði klukkan ó six hundred í morgun að ég hafði ekki lyst á morgunmat.
Í kjölfarið varð mér bara meira flökurt.
Which resulted in....
....að í prófinu þurfti ég að æla. Ég komst á klósettið, sem betur fer.
Fór þrisvar aftur á klósettið - en ekkert kom - bara geðveikur flökurleiki.
Síðan var ég einfaldlega bara illa lærð.
Suck ass mama!
Vona bara að ég nái - annars er það bara eitt stykki sumarpróf.
http://youtube.com/watch?v=MekqZKJDd20

fimmtudagur, 3. maí 2007

Lag í spilun: CCR - I Put a Spell on You

Fór á Team Steel samkomu í gær. Enduðum bakvið malarfyrirtækið við hliðina á Ingvar Helgason við Ártúnsbrekkuna.
....það hlakkar í mér bara við það að hugsa um þetta....
Þar kenndi Hebbi hosudrengur mér að taka handbremsubeygju
*a squeak of joy*
Og það var svo fkn gaman! Heisús.
Hvar hef ég verið allt mitt líf!
Dæinn er kannski ekki besta græjan í þetta, stutt á milli dekkja, vöðvastýri OG léleg handbremsan (hefði helst þurft þrjár hendur), en það er lítið skrímsli sem leynist í þessum blessaða bíl.
Á tímabili minnti þetta allt saman á Need4Speed IISE sem ég spilaði hérna í gamle dage.
Þetta nýja hobbý mitt er magnað!
Þúst, mála hvað....

miðvikudagur, 2. maí 2007

Lag í spilun: The Eagles - Witchy Woman

Þessi samantekt er ekki tiltæk. Smelltu hér til að skoða færsluna.