Mér finnst söngvarar íslensku hljómsveitarinnar noise og Skid Row vera með líka rödd og beita henni á líkan hátt. Fór til Vopnó um helgina. Planið var að fara út í Fagradal að jarðfræðast en vegna færðar og veðurs varð ekkert úr því - smá fýluferð. Hitti samt blessuðu ættingjana sem var ágætt. URIAH HEEP (og Deep Purple) á eftir. Er ekki viss hvort ég meiki 7 daga vinnuviku í allt sumar... helgarnar í júní eru reyndar pakkaðar af einhverjum ferðum og Boston ferðin er í ágúst og skólinn byrjar ca. 22. ágúst. En júlí! Þar er barasta ekkert á dagskránni hjá mér. Hardkor. Vegna vinnunnar mun ég líklegast engan tíma hafa til að pimpa bílinn - hvað þá kaupa stöffið sem þarf til að pimpa hann. Mér finnst það svolítið fúlt... Fyrir mér er Pantera (seinna tímabils Pantera) glöggt dæmi um að ekki skal dæma bókina eftir kápunni (ég er líka gott dæmi, ef út í það er farið....). En ég meina, sjáið coverin á diskunum þeirra...
Þetta er bara virkilega hideous hönnun en þarna er annars eðalband á ferðinni.
6 ummæli:
Æi, Marín þú ert nú svoddan tónlistarnörd, heldurðu að þú getir ekki bent mér á eitthvað sem að ég myndi fíla? Annars er ég mjög ánægð núna þar sem mér tókst loksins að taka upp úr töskunum...hata að pakka niður og taka upp úr töskum :S
Anonymous segir að hann sé roslega hryfin af þér. Myndir þú vilja fara með Anonymous á Canibal Corpse. Ég lofa að keyra þig beint heim aftur. ^^
Anonymous hlakkar til að heyra svarið þitt.
Skemtu þér á URIAH HEEP.
Kv,
Anonymous
Þmá tónlistarnörd. Veit ekki hvort ég get bent þér á eitthvað sem þú fílar :S :D Hata það sömuleiðis. Þess vegna dríf ég hvort tveggja yfirleitt af :S :P
Hvað "nafnlausan" varðar þá væri gott að vita hver spyr :P Annars fíla ég ekki Cannibal Corpse - virkilega reyndi á sínum tíma en það bara tókst ekki. Of ómelódískir og mónótínískir fyrir minn smekk, að ég held. En það er náttúrulega allt annað að hlusta á hljómsveitir á tónleikum en í tölvunni manns...
Hljómar eins og kanski. Anonymous er sáttur með kanski. Það er rétt hjá þér, tónleikar geta gefið þér allt aðra sýn á hljómsveit, en ef ekki fyrir Canibal Corpse, kanski ferðu þá fyrir Momentum, Severed Crotch, Forgarð Helvítis, Changer eða jafnvel Anonymous? ^^
Að sjálfsögðu biður Anonymous þig ekki um að kaupa miða sjálf. Ef þú hefur einhvern áhuga þá mun Anonymous hafa samband, ef ekki... þá mun Anonymous samt hafa samband. Enda er Anonymous eins og áður kom fram, rosalega hryfin af þér. ^^
Hver í ósköpunum er þetta?! Ein alveg klúless hérna... Ég er að deyja úr forvitni...
það eru engar smá ástarjátningar sem rignir yfir þig í kommentunum hér...;) og nei þetta er ekki ég að vera ógeðslega fyndin...;P
annars, hvað ertu að gera helgina 6-8 júlí? verð ein og yfirgefinn (kallinn á hróa) og langar ógeðslega að djamma með þér og bara almennt taka gott stelpudjamm (mýsnar leika sér á meðan kötturinn er í burtu) .... I miss UUUUUUUU.... let me know hon...:)
Skrifa ummæli