Mamma sá mig skoða bíla á bílasölum (á netinu) um daginn og ég hef þurft að súpa seyðið af því."En þessi hérna?", sagði hún og benti á Nissan Micra í blaðinu.
Með fyrirlitningu svaraði ég: "Mamma, þetta er kellingabíll. Þú mátt eiga hann."Síðan kom ég heim áðan og mamma náði tali af mér."Ég fann hinn fullkomna bíl fyrir þig, Marín."
Ég horfði á hana með vanþóknun og pirringi. "Þetta er ábyggilega ljótur, lítill kellingabíll"
Mamma svaraði kotroskin, "2000 árgerð...."
"Mamma! Ég vil ekki nýja bíla!"
"Leimmér að klára! Sumar- og vetrardekk, geislaspilari, 13.000kr á mánuði...."
"Þú veist hvað ég hata svona, mamma! Að skulda."
"Það er reyndar eitthvað smá áhvílandi. Byrjar á D"
"Ertu á lyfjum, mamma?! Nýr Daihatsu er það hallærislegasta sem ég veit um."
"T"
"Daihatsu Terios! Ertu gengin af vitinu. Ef ég myndi keyra um á þessum bíl myndi ég drukkna í minni eigin ælu. Hvað varstu að pæla, kona. Ég á ljótum jepplingi. OJ.", sagði ég og hló að vitleysunni í henni.
"En Marín, þú værir fullkomin á svona bíl"
"Mamma, ég segi það og skrifa, drukkna í minni eigin ælu!"Síðan fór ég í sturtu.
Alveg makalaust hvað fólk er að reyna að ráðskast með mig þessa dagana. Dæinn virkar og á meðan svo er ætla ég ekki að pæla í neinu öðru. Ég var bara að leika mér að skoða aðra bíla á netinu. Og þetta "ráðskast" dæmi á líka við um aðra hluti. Ég má eyða tíma með hvaða liði sem mér sýnist án þess að fólk fari á fkn taugum!
Öllu má nú ofgera, góða fólk, öllu má nú ofgera.Pant vera pirruð.
6 ummæli:
marín. þú rokkar.
nafnlaus""
rógleg að vera reið og pirruð
Þetta fylgir víst því að búa hjá foreldrunum.... eintóm gleði og hamingja... hóst hóst...;) bara mjög svo eðlilegt að pirrast af svona hlutum...;)
Hvað er eiginlega málið að skrifa ekki undir nafni??? Þú, númer 2, ég hef allan rétt á að vera pirruð. Fólk hefur farið í taugarnar á mér upp á síðkastið.
Umm....fyrirgefðu ef þú ert pirruð út í mig...... :(
Vissi reyndar að þetta væri þú, en´ég hef ekki hugmynd um hver númer 2 er :S
Skrifa ummæli