laugardagur, 29. desember 2007

Lag í spilun: Zakk Wylde - Sold My Soul

Ef ég væri vaðandi í peningum:
  • Ætti ég svartan Porsche Carrera '86, með spoiler.
  • Ætti ég breyttan Daihatsu Charade.
  • Ætti ég breyttan lúxus fjallajeppa.
  • Ætti ég stórt flatskjársjónvarp og heimabíókerfi - jafnvel leikjatölvu(r) líka og þá auðvitað einhverja mega leiki.
  • Ætti 301 geisladiska Pioneer geislaspilarann sem mig langar svo í, og killer hátalarakerfi, sem væri einnig tengt plötuspilaranum mínum (og magnaranum, auðvitað)
  • Væri ég með leikherbergi og í því væri darts, pool borð og þythokkýborð.
  • Myndi ég einnig koma upp herbergi, hljóðeinangruðu, þar sem ég myndi hafa trommusett, bassa, hljóðnema og gítarana mína.
  • Ætti ég rosaleg útiföt og fullt af klifurdóti.
  • Myndi ég kaupa allt sem er á óskalistanum mínum á Amazon, alla Fóstbræður og Næturvaktina.
  • Ég myndi verða mér úti um mótorhljólapróf, meirapróf og byssuleyfi.
  • Ég myndi láta laga hljómborðið mitt
    ....og svo mætti lengi telja :p

föstudagur, 21. desember 2007

Lag í spilun: Liquido - Narcotic

Æji...
Sem hálfgerður trúleysingi sem stundar nám í raunvísindadeild segi ég bara æji.
Þessi maður er í sama söfnuði og fyrrverandi bekkjarsystir mín (minnir mig). Hann bloggar eftir sinni sannfæringu - sem er ekki sú sama og mín :D :p
Ætti kannski ekkert að vera að leyna skoðunum mínum á trú... veit ekki.
Ókei, mér finnst þetta rugl. Að hafna uppruna sínum svona, hafna sögu jarðarinnar sem fólk byggir (og gott betur en það...). Að segja jarðsöguna ævintýri er bull, rugl og þvaður. Biblían er friggin' ævintýri. Boðorðin eru ekkert eitthvað sér sem kristnir menn eiga. Þetta er bara almennt siðferði sem var til löngu áður en Móses fékk töflurnar tvær. Pff...
Biblían... ugh, segi ég. Ég veit að ég hef ekki lesið hana, en ég hef heyrt nógu mikið úr henni frá öðrum til þess að kæra mig ekkert um að lesa hana.
Trúin kann að hafa hjálpað fólki mörgum, bla bla bla. Trúin er ópíum fólksins, bla bla bla. Ég er ekki þarna á meðal.
Ég trúi á þróunarsöguna, geimverur og drauga. Ekki skáldsögur.
Rant, rant :p
Megið vera ógeðslega ósammála mér, mér er sama.

fimmtudagur, 20. desember 2007

Lag í spilun: Entombed - Chief Rebel Angel

Mjá.
Prófin eru búin. Smá eftir af skýrslunni. Duttum í það í gær. Mega.
Í dag er planið að klára skýrsluna og fara í klifur. Mega.

mánudagur, 17. desember 2007

Lag í spilun: Mad Season - Long Gone Day

*andar léttar*
Setlagafræðiruslinu er lokið! Mikið er ég fegin - og mér gekk nú barasta alveg ágætlega. Engin 10 sko, en hef nokkra trú á því að ég nái :)
Núna, get ég tekið steingervingafræðinni opnum örmum.

Lag í spilun: Meshuggah - I

Getiði hver vakti mig kl. 5 í morgun....
Alveg eins og ég sagði honum að gera...
...geðveikur "Palli var einn í heiminum" fílíngur þegar ég keyrði í skólann.
Almennilegur nætursvefn, einhver?

sunnudagur, 16. desember 2007

Lag í spilun: Strapping Young Lad - Far Beyond Metal

En vandræðalegt!
...ég vaknaði kl. 7 í morgun...djöfull var það erfitt...

föstudagur, 14. desember 2007

Lag í spilun: Mr. Bungle - Egg

Fucked up draumur í nótt :S
Ég, ásamt hóp af fólki - bekkurinn eða eitthvað, við gljúfursbrún einhvers staðar. Umhverfið var voðalega Miklagjúfurslegt. Háflgerð brú með fram brúninni, yfir gljúfrinu.
Verklegi storkubergskennarinn okkar skipaði okkur að fara á brúna, hann með, og brjóta hana svo við (ekki hann) myndum detta niður og drepast. Við vorum bundin um hendurnar. Það gekk eitthvað brösulega að brjóta hana.
Einhver úr hópnum bendir honum á að hinum megin í gljúfrinu sé fólk, sem hefði sloppið. Hann stekkur niður (allt í einu styttra niður en áður), og er í Indiana Jones fötum á leiðinni niður.
Ég veit ekki hvernig það æxlast, en ég fer með honum. Á leiðinni er hann í ósköp venjulegum fötum - og hausinn er alltaf að detta af honum. Ég hleyp á eftir honum og læt hann fá hann aftur. Á meðan er búkurinn röltandi um, án þess að vita hvert hann er að fara.
Á leiðinni verðum við ágætis vinir... ólíkt því sem verið hefur í haust :p
Restin er tiltölulega gleymd, veit ekki hvernig fór með fólkið hinum megin í gljúfrinu.

fimmtudagur, 13. desember 2007

Lag í spilun: Queens of the Stone Age - All the Same

Vá, mig langar.
...krakkar, það eru bara 2 próf eftir! - og reyndar ein skýrsla- en samt!
Og á miðvikudaginn fer Loftur í almennilega viðgerð. Hana nú. Eftir það ætti skröltið í brúsanum að vera horfið, handbremsan ætti að vera í lagi og lausa draslið undir bílnum ætti ekki að vera laust lengur og ég mun þá geta bakkað! Fuckface...

miðvikudagur, 12. desember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - Night

Hlustaði á textann, óvart, við Diskó Friskó með Ljósin í bænum, í morgun.
"...hörundsdökkan þjón..."
Já, sæll!
Tók mér smá pásu, fór upp og settist við sjónvarpið. Breskar fréttir í gangi... eftir svona hálfa mínútu fattaði ég að þetta var breskur grínþáttur -og eins og ég hef alltaf sagt, breskur húmor er bestur.
Heitir víst Fréttahaukar og þetta var seinasti þátturinn (af 6).

þriðjudagur, 11. desember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - Seventh Wave

Prófin koma svo yndislega fram við mann, alltaf hreint.
Ég borða lítið, óreglulega og óhollt. Sit allan daginn.
Næringarskortur, hárlos og endalaus þreyta.
Ugh, yndislegt....

sunnudagur, 9. desember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - The Death of Music

Þetta lag er af Ocean Machine - Biomech.
....þetta gengur ekki, þetta er svo góður diskur að ég verð eiginlega að tjá mig meira um hann.
Ég held að ég hafi aldrei orðið svona kreisí yfir hljómplötu áður.
Öll lögin eru á réttum stað og ómissandi. Ég er ekki að segja að hvert einasta lag sé eitthvað meistaraverk, en þau gegna sínu hlutverki og gott betur. Ég hef pikkað út bestu lögin af diskum í einhver ár, og þ.a.l. tekið þau úr samhengi. Það er ekki hægt hérna, það MÁ ekki hérna. Allt (magnað allt) eða ekkert. Diskurinn byggir upp spennu sem maður getur tekið út á Bastard og The Death of Music, sem eru með seinustu lögunum.
Ég féll ekki á kné við fyrstu hlustun og ekki aðra hlustun heldur. Það var kórinn í lok Voices in the Fan sem greip mig til að byrja með og þá var ég búin að hlusta á diskinn svona þrisvar. Hin lögin smugu smátt og smátt inn fyrir heilabörkinn. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
....The Death of Music... vá! Þetta er rosalegt... ég fæ alveg þvílíka gæsahúð...!
Ég las áðan gagnrýni, skrifuð af karlmanni, hann sagðist tárast yfir The Death of Music (og skammaðist sín fyrir að segja það). Það skondna er ... að ég, án gríns, tárast yfir þessu líka. Hvað segir það ykkur!
Ég tek það fram að þetta er ekkert í líkingu við Strapping Young Lad. Engan veginn jafn hart. Hef fulla trú á því að einhver þarna úti muni ná í þennan disk, hlusta á hann nokkrum sinnum, og verða síðan jafn ástfanginn og ég.
Ég er að segja ykkur það, Devin Townsend er borinn og barnfæddur tónlistarsnillingur, vildi óska þess að ég hefði uppgötvað hann þegar hann var ennþá að túra og svona (hann hætti því í fyrra).
*Hækkar hættulega mikið í The Death of Music, vöknar um augu, hitakóf, syngur hljóðlaust með*

miðvikudagur, 5. desember 2007

Lag í spilun: Meshuggah - New Millenium Cyanide Christ

Umræðuefni: Munnlegt storkubergspróf
Ég dró "Lotukerfið og bergfræði" ... og drullaði upp á bak. Sæmundur sá einhverjar aumur á mér og fannst að ég ætti að draga annan miða. "Steindir í storkubergi á Íslandi". Taldi upp steindir í storkubergi á Íslandi, en byrjaði síðan að drulla upp á bak þegar þeir báðu mig um að teikna þríhyrninga....
Ég stóð eins og illa gerður hlutur og babblaði eitthvað bull. Horfði síðan á þá og "...eða er ég að rugla?"
Botnaði Shitstorm með Strapping Young Lad á leiðinni heim....hefði líklegast keyrt hraðar en ég gerði, hefði umferðin ekki verið svona þung.
Henti draslinu á rúmið og fór upp að horfa á drasl mynd á Bíórásinni.
Sit hérna....rotin að innan....og hlusta á Meshuggah of hátt fyrir velferð eyrna minna.

þriðjudagur, 4. desember 2007

Lag í spilun: Meshuggah - Neurotica

http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1306915

Svalast! Kannski finnum við, Minney, Anna Stella og ég, risaeðlur þegar við förum til Svalbarða. Ég vona að við fáum allar jákvætt svar við umsóknunum, sem við höfum ekki ennþá sent, verið að athuga með styrki og svona.
Fólk er í smá uppnámi. Jón, eiginmaður systur mömmu minnar, liggur í kasti yfir þessu. Mamma er að melta þetta og Guðjón veit ekki hvernig hann á að læra ef ég fer norður.
Taka Loft af númerum og geyma hann inni í bílskúr...
Munnlegt storkubergspróf á morgun.... *grátur* Ég á mjög erfitt með að tjá mig og hvað þá undir pressu. Við erum að tala um: "Umm...já....kvikuþróin er ofan á fjallinur, nei fokk! Ég meinaði undir því." Þetta verður yndislegt.
http://youtube.com/watch?v=KW8RgmEJs-8

sunnudagur, 2. desember 2007

Lag í spilun: Down - Bury Me in Smoke

Erum við að tala um gourmet tónleika, eða hvað?
Það er ekki nóg með það að Skid Row hafi gert mig crazy in da head, heldur komu Sign mér í stuð á fyrsta lagi! Mega.
Aðal gítarleikarinn í Skid Row kastaði nögl í áttina að okkur, og einhver gaur náði ekki alveg að grípa, þannig að hún lenti á milli mín og Minneyjar - milli mjaðma okkar :p Minney tók ekki eftir því, so... ég á Skid Row gítarnögl! Hinn gítarleikarinn kastaði líka gítarnögl út í crowdið á gólfinu (við vorum á svölunum) ... enginn náði henni þannig að hún lá bara á gólfinu fyrir neðan. Ég horfði á hana í svona 3 sek... og stökk svo niður og náði í hana :p Gaf Minney , af því að hún var smá sár yfir hinni :D So.... Minney á líka Skid Row gítarnögl!
...alltaf geðveikt psyched eftir tónleika.... og núna langar mig að vera í hljómsveit :þ
Ég lúði :p