miðvikudagur, 26. september 2007

Lag í spilun: Skandinavia - Valkyria

Prison Break og Heroes er byrjað aftur (ein sein að fatta)... Framleiðendur Prison Break hafa engu gleymt. Fyrsti þátturinn var mega spennó....samt smá endurtekning frá seinustu seríu... Á eftir að horfa á annan þáttinn sem og fyrsta Heroes þáttinn.
Fór á skorarfund í dag með Sigurbjörgu (vorum fulltrúar jarðfræðinnar). Tveir klukkutímar af einskærum leiðindum! Hvað fólk getur blaðrað út í eitt...um ekki neitt! Barðist (BARÐIST) við þreytuna í um 40 mínútur. Pínlegt. Ábyggilega augljóst ... var orðin rangeygð.
Never again!
Draumsumardjobbið fyrir næsta sumar: Vel borgað, jarðfræðitengt starf í Færeyjum.

Lag í spilun: Ekkert

Halló halló! Barsmíðar í skiptum við friðsamleg mótmæli.... er það sanngjarnt spyr ég. Yfirvöld í Myanmar að fkn drulla á sig. http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1293345
Lítill fugl hvíslaði að mér að það finndist engin olía við Ísland ... hann bætti einnig við "Ekki segja pólitíkusunum, þeir eru búnir að eyða svo miklu fjármagni í olíuleitina".

mánudagur, 24. september 2007

Lag í spilun: Ekkert

Ég á eftir að læra svo mikið!
Lesa 1-9. kafla í jarðsögu.
Lesa 4-7. kafla í storkubergi.
Lesa 9-10. kafla í setlagafræði.
Lesa að minnsta kosti tvo kafla í steindafræði.
Lesa ljósritin í steingervingafræði.
Skila ítarlegri lýsingu á einni steind sem fyrst í storkubergi.
Klára hákarlafyrirlesturinn í jarðsgöu fyrir 17. október.
...og ég er svo fkn löt..... urrg. Ekki töff ástand hérna.

föstudagur, 21. september 2007

fimmtudagur, 20. september 2007

Lag í spilun: Otep - Ghostflowers

Setlagafræðiferðin í dag var mjög skemmtileg :) Fékk útrás fyrir klifurþörf minni (það er ekkert grín að klífa skriður í 40-50° halla :D, en það er mega gaman).

Ókei, kjánalegt subject ahead.

Nú finnst mér lítið gaman að syngja eins og kvenmenn syngja flestir (sorrý alhæfinguna) ...

http://youtube.com/watch?v=acc8HrxzXW0&mode=related&search=

.... þetta er hins vegar skemmtilegt :) En það versta er að ég þori ekki að öskra svona nema þegar ég er handviss um að enginn geti mögulega, fræðilega heyrt í mér. Ég er meira að segja hætt að þora að öskra/synjga svona í bílnum eftir að hafa fengið OF margar augngotur við athæfið í vetur... Og það fkn sökkar! Mig langar að æfa mig í þessu (ég er ekki eins góð og þessi pía) en get það hvergi :( Búhú, aumingja litla ég.... hringdu á fkn vælubílinn, Marín! :Þ

Farin að horfa á fleiri myndbönd þar sem pí(k)ur þenja raddböndin.

miðvikudagur, 19. september 2007

Lag í spilun: Rush - Freewill

Ég fór að kaupa föt í dag....almennileg útiföt, þ.e.a.s. Komin með nóg af því að vera í mörgum lögum af notuðu rusli sem safnarinn mamma hefur sankað að sér héðan og þaðan :Þ

Því var barasta haldið í Cintamani og 66°N. Á nú þegar innsta lagið (ullanærföt) og vantaði miðlag og ysta lag. Keypti flíspeysu í Cintamani, megaþægileg - er í henni núna. Síðan fórum við (Kristján var með mér) í 66°N og keypti ullarbuxur í barnastærð :Þ 3000kr ódýrara :)

Eftir skóla fórum við mamma og Cujo bróðir í 66°N útsölumarkaðinn í Skeifunni. Þar fékk ég vatnsheldar og vindheldar hlífðarbuxur sem anda :Þ Þær eru rauðar :)

Þá vantar mig:

Hlífðarjakka, gönguskó, almennilegt höfuðfat (húfu eða lambúshettu), almennilega vettlinga, svefnpoka og dýnu og jarðfræðihamar.

Ég er að fara í 9klst jarðfræðirannsóknarferð á morgun setlagafræði), 8 klst jarðfræðiferð á föstudaginn (jarðsaga), þar næstu helgi fer ég í storkubergsferð, helgina þar á eftir er Þórsmerkurferðin (mega sukk ferð) og helgina þar á eftir förum við að mæla litla barnið okkar (Skálafellsjökul). Þannig að það er eins gott að vera "well equipped".

Var að reikna út og með því að kaupa bækurnar á netinu spara ég 5000kr :) Þ.e. þá reikna ég með vaski og þessu helvítis tollmeðferðargjaldi.

Ætlaði að segja eitthvað annað...búin að gleyma því....só.....bæ.

mánudagur, 17. september 2007

Lag í spilun: Ekkert

Ég var búin að gleyma hversu leiðinlegir 8-9 ára strákar eru.
Ó mæ god. Það var mamma að fokkin' slást við sinn ofvirka fávitason áðan! Upphaflega hafði hann verið að kasta körfunum, inni í klefa, til og frá, mamma hans var á undan mér að hækka róminn og upphófust þessi þvílíku slagsmál út frá því sem endaði með því að mamman bara yfirgaf svæðið og skildi fávitann eftir.
Síðan kveikti ég á sturtunum og það myndaðist þvílík gufa - eins og alltaf - inni í klefanum. Strákarnir voru með einhvern kjaft. "Það er svo mikill reykur hérna...mju mju mju" Þýddi ekkert að rökræða við þessi gerpi. Helvítis vælukjóar.
Er alltaf svona í upphafi - síðan læra þeir að þekkja tíkina mig og fara að halda kjafti.

Lag í spilun: Ekkert

M3I2 PH!/V/V57 7I-I3774 1337 M41 5V0 5/V!ÐI_I67.
0.O
Hahaha...noobz!

sunnudagur, 16. september 2007

Lag í spilun: Ekkert

Fyrir nokkrum vikum síðan ákvað hljóðið úr hátölurunum mínum, sem tengdir eru við plötuspilarann, að fokkast upp.
Mamma sagði að hátalararnir væru sprungnir.
Fór við tækifæri í Góða hirðinn og fann enga þar. Í sömu ferð fór ég í Sjónvarpsmiðstöðina og fann þessa geðveiku hátalara.... hvatvísin hvíslaði "Keyptu þá...". Keypti þá og fór með þá heim og í gleði minni settu þá í samband.
Hljóðið var fkn eins! Sjaldan verið jafn sár á ævinni. Fór og skilaði þeim og var þá sagt að miðað við lýsinguna á hljóðinu þá væri þetta líklegast magnarinn.
Anna Stella sagðist vita um gaur sem gerði við gömul raftæki ódýrt. Hef ENN ekki fengið númerið hjá honum (ekki það að það skipti einhverju máli núna). Síðan kom Ægir frændi í heimsókn og sagðist kunna að laga hann. Vandinn var annars eðlis en hann hélt :S Hann sagðist ætla að grafa sinn gamla upp og lána mér. Síðan gleymdi hann mér og mamma minnti hann á þetta í dag.
Hann kom galvaskur með 2 rása Pioneer magnara í dag (sem er svo öflugur að hann var notaður í félagsheimilinu á Vopnafirði hérna í den). Ég plöggaði honum í samband.
Mesti bömmer í heiminum. Ennþá sama hljóð! Sem þýddi hvað? Að þetta var plötuspilarinn eftir allt saman. Alveg frá upphafi vandans hafði ég þurft að ýta ofan á plötuspilarann til þess að fá eitthvað hljóð - en samt hvarflaði EKKI að mér að hann gæti verið vandinn. Ótrúlega bjánalegt...
Opnaði lokið á plötuspilaranum (sem er frekar rafrænn og nálin föst við lokið, maður ýtir bara á PLAY og tækið sér um rest - svona mér til varnar), leit á nálina. Var ekki bara hlussu kusk í henni! Vandræðalegt. ALLT þetta vesen og það var kusk í nálinni. Tók kuskið, ýtti á PLAY (Skid Row plata í tækinu) og beið..... "Rollin' ...", heyrðist innan skamms (Youth Gone Wild byrjar þannig) og síðan hófst lagið.
Svona getur maður verið þröngsýnn stundum og glataður....

þriðjudagur, 11. september 2007

sunnudagur, 9. september 2007

Lag í spilun: ZZ Top - La Grande

Fór á Chris Cornell á laugardaginn eins og svo margir aðrir.
Ég hef aldrei farið á svona leiðinlega tónleika á ævi minni. Kannski er ég bara að þroskast (til hins verra :S ) eða þá að ég var bara eitthvað illa upplögð. Vona og held að það hafi verið hið síðarnefnda. Í hvert einasta skipti sem einhver nuddaðist í mig sauð í mér og ég held að ég sé komin með ógeð á því að sjá ekki neitt og vera sífellt með svitafýlu annarra framan í mér.
Síðan fannst mér sviðsframkoma Chris Cornell ekki neitt sérstök, hún allavega hankaði mig ekki. Sárafá svipbrigði þegar hann söng og mér fannst stundum eins og hann nennti ekki að vera þarna - hún skánaði þó þegar á leið á tónleikana.
Chris Cornell er samt hörku söngvari og lagasmiður.
Þorgils dró (eða þúst þannig, var ekkert á móti því að fara) mig á listasýningu Eggerts Péturssonar. Margar virkilega flottar myndir og nákvæmnin. Brútal gaur!http://www.jr.is/eggertpetursson/
Fórum líka á litla sýningu í Hveragerði. Einhver Einar gaur og Gabríela Friðriksdóttir. Fílaði Gabríelu frekar en Einar, en hún var stundum svolítið ógeðsleg :Þ
Í kjölfarið fór ég að hugsa að ef ég ætla á annað borð að vera með einhver svona listaverk uppi á vegg hjá mér í framtíðinni verða þau að vekja einhverjar tilfinningar. Verða að vera fyndin, kjánaleg, hafa einhvera skemmtilega merkingu eða virkilega falleg. Hef nefnilega oft hugsað um hin og þessi listaverk, að þau væru flott uppi á vegg hjá mér í framtíðinni en þau hafa kannski ekki vakið neinar tilfinningar hjá mér. Bara að hugsa upphátt hérna.
Datt út í leiðindunum á tónleikunum og fór að hugsa hvað það væri mega að vera með hlýjan og hljóðeingraðan stað einhvers staðar með rafmagni þar sem maður gæti verið með trommusett, gítar, bassa, míkrafón og upptökutæki og bara virkilega sleppt sér þegar maður kærði sig um.
Eníhú, farin að búa til playlista fyrir vinnuna á morgun.

þriðjudagur, 4. september 2007

Lag í spilun: Ellý Vilhjálmsdóttir - Ég vil fara upp í sveit

Í tilefni af því að ég varð að velja barnamynd af mér til að setja inn á Fjallssíðuna skannaði ég bara nokkrar inn á tölvuna... ætla að setja nokkrar vel valdar hérna inn á :Þ

Þessi hérna er úr splattermyndinni Grindglithn (ísl.: Grindargliðnun) sem Peter Jackson leikstýrði seint á 9. áratugnum.

Ein að kafna í kinnunum á sér. Og ekki segja að hárbandið sé ekki töff!

Hér höfum við forsíðu Pedophile Weekly 42. viku ársins 1986.


"All I want for Christmas is my two [upper] front teeth"

Þarna er Hrannar frændi nýbúinn að hugga mig eftir að ég lenti í hörku karateslag [sjá karatebúninginn] við eitthvert gerpi á Vopnó. Fékk sár undir nefið en drengurinn sem dissaði mig er grænmeti í dag.

Jólin 1987 á Vopnafirði.


Villi Rabbi frændi dró eitthvert lítið skrímsli úr snjónum árið 1987. Skrímslið var skírt Marín.

Anna Ósk frænka klippti mig þarna þegar ég var eitthvað 1-2 ára. Í kjölfarið ákvað hún að riffla á mér hárið. Síðan sýndi hún mér útkomuna í speglinum....

Ein með massífa timburmenn...

mánudagur, 3. september 2007

Lag í spilun: Ekkert

Er að horfa á Fjölnir - Fylkir með öðru auganu.
Eina ástæðan fyrir því er sú að Albert, fyrrverandi bekkjarbróðir minn og skot úr Árbæjarskóla, er að spila með Fylki. Framherji. Var einmitt að skora áðan :)

Hann hefur ekkert breyst í framan :Þ

Mig langar miklu frekar að hitta fólkið úr Árbæjarskóla aftur en Engjaskóla, langar samt að hitta fólkið úr Engjaskóla líka :Þ

sunnudagur, 2. september 2007

Lag í spilun: Rush - The Spirit of Radio

Svalast!
Var að kaupa mér skanna, svo ég geti skannað það sem ég teikna inn í tölvuna.
Demmonstreisjón :Þ

laugardagur, 1. september 2007

Lag í spilun: Lost Prophets - Last Summer

Svo virðist vera sem að þetta lag sé eitt af mínum all time favorites. Fæ ekki ógeð af því og það kemur mér í svona hresst nostalgíuskap...
En allavega, meginástæða þessa bloggs er sú að mig langaði að láta fólk vita af því að ég er komin aftur.

Þá er ég að tala um námslega séð :Þ Ekki fráhverf lengur (einhverfan er samt á sínum stað). Langar meira að segja að fara að lesa stöffið sem kennararnir hafa sett á netið síðustu viku, rifja upp Miller-stuðla, Wulffs-net og Linus Pauling og kynna mér bergtegundirnar, sem við þurfum að rannsaka í haust í Storkubergi 1, betur.

So...I'm back!

Nýnemakvöldið í gær heppnaðist mega vel. Virkilega góð mæting og stuð á fólki (sérstaklega skiptinemunum, djös stuðboltar eru þeir). Allur bjórinn kláraðist :Þ

Héldum smá kynningu fyrir nýnemana. Einar setti saman PP-show og ég einhvern veginn fór að túlka það sem hann sagði fyrir útlensku nemana. Skemmdi ábyggilega smávegis fyrir Einari (hann er með smá fullkomnunaráráttu) :Þ Varð svolítið kaotískt og steikt, þegar ég var að reyna að þýða það sem hann sagði.

"He's Einar, the ... ummm.... hvernig segir maður formaður á ensku?"

"The companies we'll visit on the science trips are... Togethersight...."

Síðan BUÐU 3 sig fram í 1. árs fulltrúann. Þrír kandidatar! That's something.

Eníhú, ég er farin.