Draumsumardjobbið fyrir næsta sumar: Vel borgað, jarðfræðitengt starf í Færeyjum.
miðvikudagur, 26. september 2007
Lag í spilun: Skandinavia - Valkyria
Lag í spilun: Ekkert
mánudagur, 24. september 2007
Lag í spilun: Ekkert
föstudagur, 21. september 2007
fimmtudagur, 20. september 2007
Lag í spilun: Otep - Ghostflowers
Setlagafræðiferðin í dag var mjög skemmtileg :) Fékk útrás fyrir klifurþörf minni (það er ekkert grín að klífa skriður í 40-50° halla :D, en það er mega gaman).
Ókei, kjánalegt subject ahead.
Nú finnst mér lítið gaman að syngja eins og kvenmenn syngja flestir (sorrý alhæfinguna) ...
http://youtube.com/watch?v=acc8HrxzXW0&mode=related&search=
.... þetta er hins vegar skemmtilegt :) En það versta er að ég þori ekki að öskra svona nema þegar ég er handviss um að enginn geti mögulega, fræðilega heyrt í mér. Ég er meira að segja hætt að þora að öskra/synjga svona í bílnum eftir að hafa fengið OF margar augngotur við athæfið í vetur... Og það fkn sökkar! Mig langar að æfa mig í þessu (ég er ekki eins góð og þessi pía) en get það hvergi :( Búhú, aumingja litla ég.... hringdu á fkn vælubílinn, Marín! :Þ
Farin að horfa á fleiri myndbönd þar sem pí(k)ur þenja raddböndin.
miðvikudagur, 19. september 2007
Lag í spilun: Rush - Freewill
Því var barasta haldið í Cintamani og 66°N. Á nú þegar innsta lagið (ullanærföt) og vantaði miðlag og ysta lag. Keypti flíspeysu í Cintamani, megaþægileg - er í henni núna. Síðan fórum við (Kristján var með mér) í 66°N og keypti ullarbuxur í barnastærð :Þ 3000kr ódýrara :)
Eftir skóla fórum við mamma og Cujo bróðir í 66°N útsölumarkaðinn í Skeifunni. Þar fékk ég vatnsheldar og vindheldar hlífðarbuxur sem anda :Þ Þær eru rauðar :)
Þá vantar mig:
Hlífðarjakka, gönguskó, almennilegt höfuðfat (húfu eða lambúshettu), almennilega vettlinga, svefnpoka og dýnu og jarðfræðihamar.
Ég er að fara í 9klst jarðfræðirannsóknarferð á morgun setlagafræði), 8 klst jarðfræðiferð á föstudaginn (jarðsaga), þar næstu helgi fer ég í storkubergsferð, helgina þar á eftir er Þórsmerkurferðin (mega sukk ferð) og helgina þar á eftir förum við að mæla litla barnið okkar (Skálafellsjökul). Þannig að það er eins gott að vera "well equipped".
Var að reikna út og með því að kaupa bækurnar á netinu spara ég 5000kr :) Þ.e. þá reikna ég með vaski og þessu helvítis tollmeðferðargjaldi.
Ætlaði að segja eitthvað annað...búin að gleyma því....só.....bæ.
mánudagur, 17. september 2007
Lag í spilun: Ekkert
Er alltaf svona í upphafi - síðan læra þeir að þekkja tíkina mig og fara að halda kjafti.
sunnudagur, 16. september 2007
Lag í spilun: Ekkert
þriðjudagur, 11. september 2007
sunnudagur, 9. september 2007
Lag í spilun: ZZ Top - La Grande
þriðjudagur, 4. september 2007
Lag í spilun: Ellý Vilhjálmsdóttir - Ég vil fara upp í sveit
Ein að kafna í kinnunum á sér. Og ekki segja að hárbandið sé ekki töff!
Hér höfum við forsíðu Pedophile Weekly 42. viku ársins 1986.
"All I want for Christmas is my two [upper] front teeth"
Villi Rabbi frændi dró eitthvert lítið skrímsli úr snjónum árið 1987. Skrímslið var skírt Marín.
Anna Ósk frænka klippti mig þarna þegar ég var eitthvað 1-2 ára. Í kjölfarið ákvað hún að riffla á mér hárið. Síðan sýndi hún mér útkomuna í speglinum....
Ein með massífa timburmenn...
mánudagur, 3. september 2007
Lag í spilun: Ekkert
Hann hefur ekkert breyst í framan :Þ
Mig langar miklu frekar að hitta fólkið úr Árbæjarskóla aftur en Engjaskóla, langar samt að hitta fólkið úr Engjaskóla líka :Þ
sunnudagur, 2. september 2007
Lag í spilun: Rush - The Spirit of Radio
laugardagur, 1. september 2007
Lag í spilun: Lost Prophets - Last Summer
Þá er ég að tala um námslega séð :Þ Ekki fráhverf lengur (einhverfan er samt á sínum stað). Langar meira að segja að fara að lesa stöffið sem kennararnir hafa sett á netið síðustu viku, rifja upp Miller-stuðla, Wulffs-net og Linus Pauling og kynna mér bergtegundirnar, sem við þurfum að rannsaka í haust í Storkubergi 1, betur.
So...I'm back!
Nýnemakvöldið í gær heppnaðist mega vel. Virkilega góð mæting og stuð á fólki (sérstaklega skiptinemunum, djös stuðboltar eru þeir). Allur bjórinn kláraðist :Þ
Héldum smá kynningu fyrir nýnemana. Einar setti saman PP-show og ég einhvern veginn fór að túlka það sem hann sagði fyrir útlensku nemana. Skemmdi ábyggilega smávegis fyrir Einari (hann er með smá fullkomnunaráráttu) :Þ Varð svolítið kaotískt og steikt, þegar ég var að reyna að þýða það sem hann sagði.
"He's Einar, the ... ummm.... hvernig segir maður formaður á ensku?"
"The companies we'll visit on the science trips are... Togethersight...."
Síðan BUÐU 3 sig fram í 1. árs fulltrúann. Þrír kandidatar! That's something.
Eníhú, ég er farin.