Puh...
fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Lag í spilun: Soundgarden - Pretty Noose
mánudagur, 27. ágúst 2007
Lag í spilun: Accept - Midnight Highway
Fer svo sem ekkert nánar út í það...
...en ég, hins vegar, svaf yfir mig í fyrsta tíma í morgun. Sá á jarðfræðisíðunni í nótt að skólinn átti að byrja í dag, ekki á morgun. Svaf yfir mig til 10:19. Man ekki eftir því að hafa slökkt á báðum klukkunum kl. 8:40.
Loftur er svalastur í heiminum! Elska þennan bíl... þó svo að ég þurfi strax að punga út 12.000kr fyrir nýju framröri í pústkerfið.
Þarf einhvern veginn að taka græjurnar úr Dæjanum og setja gömlu í aftur. Síðan þarf ég að setja minn geislaspilara í Loft - hinn er frekar slappur; 4*45W, spilar ekki MP3 og hefur ekkert Aux-Input. Síðan, þegar ég nenni að koma mér í það, ætla ég að setja hátalarana í skottið á Lofti.
Ein skólabókin sem ég pantaði á Amazon er strax komin! Invertebrate Palaeontology and Evolution. Mega.
Lag í spilun: Ekkert
I wanna, I wanna, I wanna!!!
En neeeei, það er allt of erfitt (kaldhæðinn tónn).
Fuck me and my fucking decisions!
laugardagur, 25. ágúst 2007
Lag í spilun: Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick & Titch - Hold Tight
Það eru mega græjur í honum.
fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Lag í spilun: Ekkert, er að horfa á Disturbia
Honda Civic V-tec, 1999, sk. '08, 5d m. skotti, sparigrís. Dró Ægi frænda með mér að skoða. Leit ofboðslega vel út, að utan sem innan. Settist undir stýri og keyri einn hring og án gríns varð ástfangin. Svoooo þægilegt að keyra hann. Ég er ennþá ástfangin. Þegar ég kom til baka settist Ægir í farþegasætið: "Marín, þetta er ryðgaður tjónabíll með cheap sölusprautun. Eftir seltuna í vetur mun hann verða flekkóttur og ógeðslegur."
*grátur* :(
Lag í spilun: Korn - K@#%!
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Lag í spilun: Smith - Baby It's You
Kom heim, tengdi þá og viti menn! Ennþá þetta skruðningshljóð. Sjaldan verið jafn svekkt á ævinni... fór og skilaði þeim og fékk peninginn aftur.
Sit hins vegar uppi með annað hvort bilaðan magnara (líklegast) eða bilaðan plötuspilara (hann er reyndar í einhverju fokki núna, nálin fer bara þvert yfir plötuna nema ég þrýsti ofan á lokið).
Ömurleeegt. Maðurinn sem afgreiddi mig í annað skiptið sagði að út frá lýsingunni minni hljómaði eins og rásin í magnaranum væri biluð og þá borgaði sig ekki að láta laga hann.
Herbergisbreytingu minni lýkur ekki fyrr en þetta vesen er komið í lag... og það er óþægilegt að vera í hálfkláruðu herbergi og geta ekkert í málunum gert.
Mamma ætlaði að biðja Mannsa eða Ægi frænda um að kíkja á kút magnara... Opnaði hann áðan... lengra kemst ég ekki á minni raftækjavisku.
mánudagur, 20. ágúst 2007
Lag í spilun: Dimmu Borgir - Det Nye Riket
Búin að vera að taka til á kvöldin síðan á föstudaginn. Tæmdi bláu bátahilluna mína og setti því bækurnar mínar í hann. Er eiginlega búin að tæma stóru furuhilluna mína, á bara eftir að fara með saumavélina upp á loft og finna stað fyrir 3 myndir og 3 skraut. Þá getur hillan barasta farið - amma Karen og afi Rabbi gáfu mér hana í fermingargjöf og hún er ofboðslega falleg en ég hef ekkert að gera við hana lengur, búin að losa mig við svo mikið af stöffi sem ég nota ekkert.
Skólabækurnar komnar í skrifborðskápinn. Fullt af plássi í skrifborðsskúffunni, náttborðinu, einni fataskápahillu og nóg pláss fyrir fleiri geisladiska í þeim skenk.
Þegar ég var uppi á lofti varð mér litið til eggjakassana sem mamma notaði fyrir hillusamstæðu fyrir ekki margt löngu og datt í hug að einn slíkur væri góður fyrir plöturnar mínar. Mamma hafði víst líka gert það á sínum tíma. Megatöff.
Í dag ætla ég að dreifa aðeins úr hátölurum (upp á surround dæmið). Fara í Rúmfó og Ikea og kaupa einhverja kassa til þess að setja undir rúm. Fara með eitthvað drasl í Góða hirðinn. Láta endurnýja Svarta kortið mitt (ætla að kaupa skólabækurnar á Amazon, búin að reikna dæmið út og það er mikið ódýrara).
Þá þarf ég að láta laga tattúið og fara í klippingu. Síðan ætla ég með hljómborðið í viðgerð sem og athuga hvort það borgi sig að laga elsku litlu Canon myndavélina sem hafði reynst mér svo ofbosðlega vel þar til á 2. degi hringferðar okkar Önnu Stellu.
Ætla að henda kaktusnum mínum. Hata hann. Hann stendur bara þarna, samanskroppinn og horfir á mig: "Thirstyyyyy...oh, so thirstyyyyy." Ég nenni ekki að vökva hann en fæ samt samviskubit yfir því. Gaf honum tekíla í gær (ekki mín hugmynd samt :Þ). Djöfull stínkaði hann :S
Eníhú, leiðinlegt, bæ.
föstudagur, 17. ágúst 2007
Lag í spilun: Anthrax - Keep It in the Family
miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Lag í spilun: Pantera - We'll Meet Again
Mikið var dagurinn í dag góður - sérstaklega miðað við gærdaginn.
Byrjaði að mála þegar ég kom. Setti Alanis Morissette á fóninn og var sönglandi með. Í 10 kaffinu fékk ég að vita að mikið hafði verið hlustað á mig og félagi Markús þaggaði víst niður í Pollunum í stöðvarhúsinu svo að allir gætu heyrt mig syngja. Gaman af þessu :Þ
Síðan kláraðist bláa málningin mín. Pétur sendi Egil og Ívar í að brjóta kassa úti "It's a man's job...", sagði hann. Djöfull varð ég pirruð... "a man's job"... puh. Hann sá mig ekki með prófílana fyrir ekki svo margt löngu. Helvítis kynjamismunun.... Þannig að ég varð að fara að grunna. Var í of miklu Pollanávígi til að þora að söngla með :Þ
Í 16 kaffinu kom Svenni með málningu... en gleymdi að kaupa bláa... ekki töff. Pétur sagði að einhver þyrfti að fara bora inni í stöðvarhúsinu. Ég horfi á hann illum augum og sagði að ef hann myndi segja að það væri "a man's job" myndi ég muffa hann. Ég fór því eftir 16 kaffi að myrða kassa.
Rok en hlýtt, Marín Ósk, Pantera, kúbein og kassar sem þurfti að myrða. Djöfulsins kikk fékk ég út úr þessu... þetta var geðveikt.
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Lag í spilun: Aerosmith - Crazy
Nú hef ég horft á sjálfa mig í spegli og á ljósmyndum síðastliðið 21 ár og svei mér þá ef að ég og stelpan með perlueyrnalokkinn erum ekki barasta svolítið líkar.
Btw í dag var ömurlegur dagur; svaf yfir mig og þurfti því að keyra upp í virkjun, var þreytt og niðurlút, var að mála (enn og aftur, komin með ógeð) og hafði enga tónlist enda spilarinn batterýslaus snemma dags. En alltaf hefur einhver það verra en maður sjálfur... s.s. dýrið sem einhver keyrði á við Rauðavatn, lá bara þar á götunni með iðrin úti. Hefði viljað stoppa og taka myndir :Þ
föstudagur, 10. ágúst 2007
Lag í spilun: ET Tumason - Dust My Broom
Djöfull er ég stolt af drengnum :)
fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Lag í spilun: The Coasters - In Mexico
Að ég þarf að fjárfesta í nýjum svefnpoka, tjaldi og dínu. Svefnpokarnir sem ég og Anna Stella vorum með (heima frá mér) voru hörmulegir. Tjaldið hennar Önnu Stellu var líka slappt, Rúmfó. Síðan kom gat á dínuna hennar Önnu Stellu.
Að mér þykir alveg ofboðslega vænt um afa minn á Vopnafirði. Nú er það svo skondið.... að hann er ekki afi minn. Afi minn fórst úti á hafi löngu fyrir mína tíð og afi Nonni var maður ömmu þegar ég fæddist og því hef ég alltaf litið á hann sem afa. Mamma og afi voru að símaspjalla í gær - daginn eftir ferðina út í Fagradal þar sem ég var hlaupandi út um allt eins og vitleysingur - og afi sagði: "Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég ætti hvert einasta bein í henni". Hann, 68 ára, gekk með okkur upp undir Búr. Það sést ekki á þessari mynd en við vorum að labba skriður og þverhnípt niður í fjöru :Þ
Að ég þarf að fá útrás fyrir hraðaþörfinni minni - á stað þar sem lögreglan er ekki til staðar :ÞLærði ýmislegt fleira, en veit það ekki sem stendur :Þ