Farin að kaupa camping-stuff :Þ
Sælar!
þriðjudagur, 31. júlí 2007
Lag í spilun: Ekkert
fimmtudagur, 26. júlí 2007
Lag í spilun: Tenacious D - Papagenu (He's My Sassafrass)
Nú er ég ekkert rosalega hrifin af stóriðjustefnunni sjálf og hef því ekkert á móti mótmælendum. Ef fólk ætlar að hafa einhver áhrif þarf að ráðast á grunninn... virkjunin er bara the icing on the top. Hvað olli því að virkjunin var byggð? Orkuþörf. Hvað olli orkuþörfinni? Ég veit ekki hvort það eru álver og slíkt eða bara meiri orkunotkun á hverja manneskju. Sé það hið síðarnefnda, flækjast málin því þá þurfa mótmælendurnir að troða sér inn í hausa almennings og staðreyndin er bara sú að flest öllum er drullusama! Séu það álver, hins vegar, veit ég ekki hvort að þau eru grunnurinn eða ríkið, pólitíkusar, skuldir...
En annars er ég ekkert sérstaklega hrifin af OR sjálf... svoddan þurrkuntur ...
sunnudagur, 22. júlí 2007
Lag í spilun: QOTSA - Quick and to the Pointless
Allavega.
Bæ.
fimmtudagur, 19. júlí 2007
Lag í spilun: Ekkert
En já, það er semsagt bara ein rúðuþurrka eftir. Megasvalt....
eins og þessi hérna:
http://kassi.is/cars_detail.php?ID=6197
Ókei, hann er bara 3 dyra og það fylgja engin vetrardekk - en ótrúlega lítið keyrður og ódýr :) I wanna check it out ....
miðvikudagur, 18. júlí 2007
Lag í spilun: Ekkert
Lag í spilun: Ekkert
- Fara í heimsreisu
- Búa í útlöndum og kynnast annarri menningu (Japan, Ástralíu, Afríku eða Ameríku)
- Fara á alls konar hátíðir; Hróarskeldu, Sunrise Festival í Póllandi, Love Parade í Þýskalandi and so on.
- Surfing, fallhlífastökk, teygjustökk og þvíumlíkt.
- Læra einkaflugmanninn, taka meiraprófið, læra bifvélavirkjun, læra ýmis tungumál, læra að drifta almennilega, læra einhverja bardagaíþróttina, endurvekja teikniáhugann minn og margt fleira sem mig langar að læra.
- Eignast svartan Porsche Carrera 1986 með spoiler ;)
- Síðan langar mig að prófa að vera í her; s.s. norska hernum.
- Og ekki má gleyma allri tónlistinni sem ég á eftir að hlusta á, öllum kvikmyndunum sem ég víst VERÐ að sjá (The Goonies og Ichi the Killer t.d.) og öllum bókunum sem mig langar að lesa (Harry Potter 5, 6 og 7 t.d.).
Allt þetta kostar gríðarlegan pening og tíma og staðreyndin er nú barasta sú (eins og ég hef verið að kynnast) að tíminn flýgur og það ansi hratt.
föstudagur, 13. júlí 2007
Lag í spilun: John Lennon - Working Class Hero
Séð upp úr einum strompinum í kæliturni 1. Þvílíkir þyrluspaðar...
Hérna höfum við kæliturn 2 í öllu sínu veldi. Við erum næstum því búin að skipta um alla boltana í þessum :)
Horft niður stigann á kæliturni 1, reynir þvílíkt á upphandleggsvöðvana að klífa hann. Síðan er mannlyftan þarna fyrir neðan. Mér finnst frábært að stýra henni. I feel so powerful :Þ
Tvíburaturnarnir þarna. Ömurlegur hávaðinn sem kemur úr þeim - sérstaklega ef báðir eru í gangi.
Náttúran er skammt undan :) Skrapp í göngutúr þegar ekkert var að gera einn daginn og þarna eru mörg tækifæri fyrir jarðfræðilegar pælingar.
Þetta er kæliturn 3, sem við erum búin að vera að bisast við að byggja. Úr honum datt ég næstum niður 8 metra :Þ
Haha. Þarna glyttir í græna gáminn (þessi sem er nær). Hef eytt ófáum stundunum þarna inni. Setja saman filmpexið, drift eliminatorana, málað og sett saman bolta ... svo eitthvað sé nefnt. Gallarnir okkar eru geymdir í rauðbrúna gáminum og skrifstofa Uli er í hvíta gáminum.
Crash course í að skipta um bolta. Stig 2 (setja nýjan bolta í) og 3 (herða boltann). Gleymdi að taka myndir af stigi 1 (fjarlægja ryðgaða boltann). Hérna eru verkfærin sem ég nota, ofan á dokum sem koma í veg fyrir að hamagangurinn í manni beygli filmpexið (dokarnir eru ofan á því, eins og sjá má).
Hérna er ég búin að setja gamlan bolta í ónotað gat fyrir neðan og lyfti þessum bita upp til þess að koma nýja boltanum í.
Vííí. Það tókst!
Síðan þarf ég að jugga hann inn og í gatið hinum megin.
Komið!
Þá þarf ég að lyfta þessum bita til að koma boltanum í gatið á honum.
Síðan þarf ég að hamra í blindni hinum megin.
Sonna!
Þá set ég þynnuna á og róna. Af því að það er ekkert pláss fyrir skrallið þarna megin þarf ég að halda rónni fastri með lyklinum......og skralla hérna megin. Ég er komin í vettlinga ... enda of oft búin að brenna mig á að reka höndina í bitana. Öll út í sárum á höndunum.
Þá er þessi búinn .... næsti bolti....
fimmtudagur, 12. júlí 2007
Lag í spilun: The Doors - Spanish Caravan
Día , frænka hans Benna (fósturpabbi minn), býr hérna á horninu ásamt manni sínum og börnum. Mamma venst ekki hversu uppáþrengjandi hún er. Valsar inn eins og hún eigi heima hérna og tekur 20 tyggjó og treður upp í sig. Hún meinar ekkert illa, hún er ofboðslega góð manneskja en eins og ég segi, uppáþrengjandi. Mömmu verður að líka við hana, enda frænka Benna.
Fólkið á móti Díu er fínt (og vaðandi í peningum).
þriðjudagur, 10. júlí 2007
Lag í spilun: The Who - Substitue
sunnudagur, 8. júlí 2007
föstudagur, 6. júlí 2007
Lag í spilun: Blur - Out of Time
Og allt undir 30.000kr!
Fór í Múlaradíó í dag (frí ísetning) og drengurinn fölnaði þegar ég sagði honum að bíllinn væri Daihatsu Charade 1988 - enda hélt hann að um væri að ræða eldri gerð af Daihatsu. Djöfull var hann feginn þegar hann sá bílinn minn.
30 mínútur og voilá! Græjurnar komnar í og það sem meira er, hann lagaði (snertingin við jörð var í einhverju fokki) og skipti um framljósaperur í bílnum.
Og ég var eins og hálfviti í bílnum áðan að prufa tónlistina mína. Skríkti og hló af gleði.
mánudagur, 2. júlí 2007
Lag í spilun: Smashing Pumpkins - Perfect
með Þorgils, í boði Þorgils, í gær.
Fór inn á Nasa klædd skelinni minni og var í henni meðan Severed Crotch spiluðu, þrátt fyrir það að þeir hefðu alls ekki verið slæmir. Þótti skondið að horfa yfir (var á öðrum pallinum) samtaka hár þeytast upp og niður. Sá einnig vel yfir moss pittinn og fannst það líka nokkuð kómískt.
Þegar Momentum byrjuðu að spila var ég byrjuð að klæða mig úr skelinni minni og var lúmskt farin að dilla mér við tónlistina - það var samt sjúklega erfitt að finna taktinn hjá þeim.
Þegar Forgarður helvítis byrjuðu stökk Þorgils niður á gólf, Heiða (Unun-Heiða) missti sig við hliðina á mér, smitaði mig og ég afklæddist skelinni minni og fór að slamma. Söngvari Forgarðs helvítis var ótrúlega skemmtilegur :)
Fór niður á gólf þegar Cannibal Corpse byrjuðu og hélt mínu striki :Þ Leit ábyggilega gífurlega kjánalega út, einhver lítill dvergur í kjól yfir gammosíur úti í horni að slamma...
Þegar farið var að líða undir lok tóku Cannibal Corpse Pit of Zombies og það varð allt brjálað í moss pittinum. Ég tók eftir gaur sem hafði það fyrir leik að kýla annað fólk í pittinum. Í þriðja skiptið hitti hann rangan gaur á kjammann - hann sneri sér við, tók í hálsmálið á honum og ruddi honum upp að handriðinu - ég rétt náði að smeygja mér undan en ekki mikið meir. Fékk hluta höggsins, sem flaug í fésið á kýli-gaurnum, í ennið á mér :D Sjúklega gaman!
Síðan fékk Þorgils að heyra mig öskra smá... veit ekki hvort öskrið hann fékk að heyra. Djúpa karlmannlega eða kvenlega :Þ Þau eru bæði jafn kjánaleg hvort eð er...
Eníhú, þetta var suddalega gaman.... og djöfull var maður sveittur þegar maður kom út. Sussubía.