mánudagur, 30. apríl 2007

Lag í spilun: Ozzy Osbourne - Bark at the Moon (á Reykjavík FM)

Vííí!
Fyrsta prófið er búið og mér gekk nú bara alveg sæmilega... (held ég)
Því var fagnað með langþráðri sturtu og tiltekt í herberginu mínu.
Tók eftir vorinu á leiðinni heim úr prófinu, þvílíkur var léttirinn.
Síðan sótti ég um að vinna á mánudögum í íþróttahúsinu næsta vetur og fékk það starf. Ennþá meiri gleði.

föstudagur, 27. apríl 2007

Lag í spilun: Metallica - Sad But True

Er niðri í skóla - hlustandi á tónlist í MP3 spilaranum mínum og glósandi í tölvunni. Heyrnatólaplöggið í tölvunni er í ruglinu.
Mætti hinga kl. 07:40 í morgun, komin með nett ógeð....
Man einhver eftir þættinum í My Name Is Earl þegar Earl var undir miklu álagi og var með stanslausan fjörfisk í auganu.
Ég er búin að vera með fjörfisk í dag og í gær og það er ekkert smá pirrandi.
Ég veit samt ekki undir hvaða álagi ég er :S
Frekar líbó hvað prófin varðar og komin með sumarvinnu.
Já, ég er komin með vinnuNA.
Já, ég fékk vinnuna í Altaki, þar sem pabbi vinnur.
Hard-core vinna alla daga vikunnar, fram eftir kvöldi og laun eftir því.
Fæ reyndar ekki að vera sendill, enda allir bílarnir of stórir.
Pabbi hvatti mig til að taka meiraprófið næsta vetur - mig hefur alltaf langað að taka meiraprófið hvort eð er. Why not?
Kveðja,
sú sem verður vaðandi pjéningum í sumar en þó of upptekin til að eyða þeim.

mánudagur, 23. apríl 2007

Lag í spilun: Pantera - Medicine Man

Raunveruleikinn læddist aftan að mér í dag.
Ég er að fara í fyrsta lokaprófið eftir viku.
Og hvað á ég eftir að gera?
1. Lesa tvo kafla í Earth: A Portrait of a Planet.
2. Lesa 3 greinar í Jarðfræði 2A
3. Lesa alla kaflana í efnafræðibókinni og gera alveg helling af dæmum.
Og þetta er bara undirbúningurinn fyrir próflesturinn sjálfan.
*sighs*

Stuð að eilífu.

sunnudagur, 22. apríl 2007

Lag í spilun: Republica - Drop Dead Gorgeous

Daihatsu Charade hefur aldrei selst vel í enskumælandi löndum. Af hverju?

Charade þýðir skrípaleikur.

..............kemur, Japanakjánar, keeeeeemur.

laugardagur, 21. apríl 2007

Lag í spilun: Testament - Return to Serenity

Þeir sem voru á samkomu Team Steel seinasta miðvikudag, sáu mögulega þegar ég rústaði rúðunni í bílnum.
Settist í gær inn í bíl með IKEA verkfærasettið mitt og ætlaði að reyna að laga þetta sjálf. Jahh... Pollýanna er ekki einu sinni svo bjartsýn. Ég náði ekki einu sinni innréttingunni af! Náði að losa hana á tveimur hliðum en sat síðan þarna og klóraði mér í hausnum. Glatað. Þegar ég var búin að reyna við innréttinguna í svona korter kom Benni heim. Og hvernig er EKKI hægt að hjálpa píu í illa lyktandi ullarpeysu, spyr ég.
Hann náði innréttingunni af, ekkert mál.
Í ljós kom að rúðan var ekki lengur í sleðanum. Þess vegna var ég búin að vera keyrandi með smá opinn glugga, króknandi úr kulda með miðstöðina á fullu.
Ekki var hægt að setja rúðuna aftur í sleðann nema með því að taka sleðann og rúðuna úr og líma allt heila klabbið saman. Áðan settum við svo rúðuna í. Þá kom í ljós að draslið sem að ýtir rúðunni upp er eitthvað skakkt og því fer rúðan hægar upp öðrum megin en hinum megin. Ætli ég að opna og loka glugganum verð ég að stýra rúðunni. Tsöff!
Hvað þessa blessuðu læsingu varðar þá var einhver skrúfa þarna sem færðist úr stað þegar opnað er utan frá og læsir læsingunni :Þ Benni tók þá upp á því að sprauta kítti í eitthvað plast og troða því inn í opið sem skrúfan færist í, þannig að hún yrði kyrr. Þá er bara að bíða og sjá hvernig það fer - annars held ég bara áfram að skríða hinum megin út úr honum.

föstudagur, 20. apríl 2007

Lag í spilun: Lights on the Highway - Said to Much

Nú hef ég örvæntingafull verið að leita mér að vinnu síðan snemma í mars.
Ég er komin með örugga vinnu í OR, ef ég hef áhuga. Fæ meira borgað þar en í Heilbrigðiseftirlitinu.
Fór í atvinnuviðtal hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs- og Hafnafjarðarbæjar. Tveir eldri karlmenn tóku viðtalið. Fann fyrir krakkafordómum ("við viljum ekkert að fólk hangi á bloggsíðum"). Launin eru skitin nema ég vinni af mér rassgatið í yfirvinnu. Ég þarf að vera leiðinleg og benda fyrirtækjagaurum ef þeir hafa ekki starfsleyfi eða ef ruslið er á vitlausum stað. Ég þarf að svara símtölum þar sem steikt fólk kvartar undan nágrönnunum syngjandi í sturtu eða undan hundum. Þá þarf ég að fara að hlaupa á eftir hundinum. Ég þarf að skrá niður allt sem ég geri og sé.
Langar þó allra mest til þess að gerast sendill hjá Altaki (sem er fyrirtækið sem hann karl faðir minn vinnur hjá). Hann sagði Altak sárlega vanta sendil og nefndi síðan möguleg laun. Þessi himinháa tala hefur svifið um í hausnum á mér síðan á miðvikudaginn. Ég hefði barasta ekkert á móti því að fá 270.000kr á mánuði! Gaurinn sem ég talaði við hjá Altaki hljómaði samt ekkert sérlega áhugasamur um að fá mig í vinnu. Spurði hvað ég væri gömul með tón :S

fimmtudagur, 19. apríl 2007

Lag í spilun: Ekkert

Gleðilegt sumar!
Í tilefni af því ætla ég að pósta mynd af túnfífli, sem ég er með ofnæmi fyrir.

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Lag í spilun: Ekkert

Sá hinn sami og segir að það sé fáránlegt að útvarpið í bílnum geti valdið því að hann drepi á sér getur tekið þá setningu og troðið henni upp í rassgatið á sér!
Hvernig veður er núna??? Rigningarslydda.
Hvar er ég??? Niðri í skóla, takk, og komst þangað áfallalaust!
Ég hafði slökkt á úvarpinu alla leiðina og félaginn sveif um göturnar. Hann hökti bara tvisvar (í staðinn fyrir 37 sinnum) og þá var ég komin að Snorrabrautinni!
(Hann byrjar oft hjá Skeifunni eða Kringlunni).

mánudagur, 16. apríl 2007

Lag í spilun: Tool - Ænema

Mér er alveg sama hvað fólk segir - ég fíla Íslandshreyfinguna.

sunnudagur, 15. apríl 2007

Lag í spilun: Stone Temple Pilots - Ride the Cliché

Í næsta þætti af Pimp My Ride mun fórnarlambið vera 19, bráðum 20, ára gamall Daihatsu Charade. Hann er gamall og lúinn og veitti ekki af smá uppvakningu.

Það allra fyrsta sem við munum gera er a finna púkann sem veldur því að bíllinn drepur á sér í raka. Þegar því er lokið munum við herða bremsurnar, til muna, svo að eigandi bílsins þurfi eigi lengur að byrja að bremsa nokkrum kílómetrum áður en komið er að ljósum. Þá er afturrúðuþurrkumótorinn lagaður og innrétting sett í skottið.

Eftir þetta hefst fjörið. Bíllinn er sprautaður hvítur og litlum spoiler komið fyrir á þakinu. Sportrendurnar á hliðunum verða sprautaðar svartar og stafirnir (Charade) hvítir. Þá munum við setja frábærar græjur í bílinn. Magnaða hátalara og geislaspilara með AUX-Input svo að eigandinn geti plöggað MP3-spilaranum sínum í. Þá verða rammarnir, utan um ýmsa hluti í mælaborðinu, sprautaðir hvítir. Þegar því er lokið klæðum við stýrið í hvíta gæru. Síðan skiptum við um plast yfir ljósunum, hið nýja verður dökkt. Þá fær bíllinn krómfelgur, sem varast verður að horfa á - ef fólk vill halda sjóninni.

Rúsínurnar í pylsuendanum verða svo forláta sérsmíðað húddskraut ("D" inni í hring) og "2DAI4" límt aftan á skottið.

...mar má nú láta sig dreyma...

laugardagur, 14. apríl 2007

Lag í spilun: War - Low Rider

Í tilefni af góðu veðri (10°C og engin rigning er geðveikt veður) voru allir bílar á heimilinu þrifnir.

Brjálaðar græjur! Verst að þær eru ekki geislaspilari. Ég get ekki skipt um útvarpsstöð.

Var einhver að tala um ryð?
Emergency tool kit!
Svalur afturrúðuþurrkumótor. Í hönki.
Gamli kagginn, hah...
Ég er ljúfur sem lamb, en get þó fengið þunglyndisköst í rigningu.
Hann er ábyggilega að pæla í lífinu og tilverunni...
Hvað vantar á myndina? Snúningsmæli!
Félaginn kominn á sumardekkin. (Kann núna að skipta um dekk!)

Lag í spilun: Dead Kennedys - To Drunk to Fuck

Aðalfundur Fjallsins var í gær.
Tók hvatvísina á kvöldið og .... bauð mig fram í ritarastöðu stjórnarinnar. Það var engin samkeppni þannig.... ég er ritari *fær kvíðakast*
Eftir fundinn var stefnan tekin á bæinn. Hitti félaga Hödda! (flokkstjórinn minn fyrsta sumarið í OR - alger snillingur). Ég elska 11, það er svo mögnuð tónlistin þar. CCR, Depeche Mode, Billy Idol and so on. Fyrir utan Cultura svolgraði ég nýopnum bjór í mig (hömstruðum nokkra á Aðalfundinum). Það fór ekki betur en svo að ég varð bullandi full - ekki töff. Langaði að leggjast í götuna og sofna. Hringdi alveg helluð í Arnar, sem er eitthvað sem ég var búin að segja honum að ég myndi ábyggilega ekki gera - sowwy, Arnar, og bað hann um að ná í mig. Rotaðist um leið og ég lagðist á koddann hjá honum. Hann keyrði mér síðan heim í morgun.
Mikið mygl og mók í dag.
"Alla", Selma og "Dröfn Kristinsdóttir"

Über-pósa

Ég og Ásta sem var með mér í Engjaskóla. Hún er líka búin að heyra um eitthvað reunion.


Kristín formaður, Inga, Einar næsti formaður og pía. Ég er skíthrædd við þennan Einar, virkar á mig eins og hann hafi engan húmor og taki hlutina of alvarlega.

Hver er rúsínan hér, ha?

fimmtudagur, 12. apríl 2007

Lag í spilun: Ekkert

Ég gerðist svo djörf að fara á samkomu Team Steel í gær. Fyrir þá sem ekki vita (ömm, líkegast flestir) þá er þetta bílaklúbbur fyrir unga bíla sem aldna. Meira að segja annar Dæi í klúbbnum!
Laug að mömmu - sagðist vera að fara út að rúnta. Haha! Ég rúnta aldrei.
Btw, fann ekki Fella- og Hólakirkju til að byrja með. Var komin eitthvert upp í Seljahverfi þegar verst lét. Fædd og uppalinn Reykvíkingur og rata ekki rass.
Leið eins og fávita til að byrja með. Ráfaði þarna um eins og illa gerður hlutur.
Síðan var haldið upp í Perluna (þúst, bara). Þar var bílunum stillt upp og einhverjir félagar fóru að reykspóla. I wanna twy that - en ég þori því ekki.
Eftir það hófst skemmtunin. Skoðað var undir húddið á Dæjanum og pælt í hví hann dræpi á sér í raka. Fékk óverdós af bílaupplýsingum og kenningum. Kveikjulokið, kveikjuhamarinn, háspennuvírinn... and so on (sem sagt, man ekki meir).
Maður á fertugsaldri tók eftir því að hosu vantaði í bílinn. Drengur á mínum aldri sagðist eiga slíka hosu. Þá var þotið eins og vindurinn (70km/klst), aftur upp í Freyðholt og hosunni sullað í Dæjann! Fo' free!
Hver annar en móðir mín hringdi í miðjum klíðum. Hélt að drengurinn væri að plana nauðgun þegar hún hafði fengið að vita gang mála. Kjánabarn.

Þegar ég kom heim sagðir móðir vor: "Hví geturðu ekki bara litað á þér hárið, plokkað á þér augabrúnirnar eða farið á gelgjuna eða eitthvað. Ég sver það, ég hlýt að hafa fengið vitlaust barn á fæðingadeildinni."

Mamma er háðslega búin að dreifa þessu uppátæki mínu austur á firði...

Haha --> http://blog.central.is/team_steel

miðvikudagur, 11. apríl 2007

Lag í spilun: Nirvana - Heart-Shaped Box

Ég er gereyðingarvélin!



Nei, í alvöru. Ég nauðgaði vírusunum, sem voru að reyna að myrða tölvuna mína, og sendi þá til krakkbælis í Nýju Jórvík.



Þeir sjást ekki aftur - fyrr en í líkhúsi. Hahahaha!



Tölvlingur er þó ennþá bæklaður. Mama Cass (mamma) settist ofan á hana og braut eitthvað inni í heyrnatólaplögginu.



Nú, og auðvitað þarf að skipta um móðurborð (sem er dýrasti hluti tölvunnar, skv. heimildum mínum) til þess að laga það.



Og þar sem tugur króna (aleiga mín) dugar ekki til þeirrar lagfæringar þá verður það að sitja á hakanum. Bið mömmu um að setjast á hakann, hún er svo góð í svoleiðis stöffi.


En allavega - við Arnar tókum okkur til og ætluðum að labba upp að Glym en einhvern veginn lentum við niður í gljúfrinu og sáum aldrei Glym. En okkur var alveg sama, svo sem... Glymur er ekkert að fara og ég er ódauðleg.