fimmtudagur, 3. janúar 2008

Lag í spilun: Down - Jail

Hvað gerðist markvert á árinu 2007, hjá mér...
  • Sambandsslit og afleiðingar þess
  • Vinnan í Hellisheiðavirkjun
  • Skólaferðalög
  • Hringferð um landið
  • Klifur
Vei.... :p

þriðjudagur, 1. janúar 2008

laugardagur, 29. desember 2007

Lag í spilun: Zakk Wylde - Sold My Soul

Ef ég væri vaðandi í peningum:
  • Ætti ég svartan Porsche Carrera '86, með spoiler.
  • Ætti ég breyttan Daihatsu Charade.
  • Ætti ég breyttan lúxus fjallajeppa.
  • Ætti ég stórt flatskjársjónvarp og heimabíókerfi - jafnvel leikjatölvu(r) líka og þá auðvitað einhverja mega leiki.
  • Ætti 301 geisladiska Pioneer geislaspilarann sem mig langar svo í, og killer hátalarakerfi, sem væri einnig tengt plötuspilaranum mínum (og magnaranum, auðvitað)
  • Væri ég með leikherbergi og í því væri darts, pool borð og þythokkýborð.
  • Myndi ég einnig koma upp herbergi, hljóðeinangruðu, þar sem ég myndi hafa trommusett, bassa, hljóðnema og gítarana mína.
  • Ætti ég rosaleg útiföt og fullt af klifurdóti.
  • Myndi ég kaupa allt sem er á óskalistanum mínum á Amazon, alla Fóstbræður og Næturvaktina.
  • Ég myndi verða mér úti um mótorhljólapróf, meirapróf og byssuleyfi.
  • Ég myndi láta laga hljómborðið mitt
    ....og svo mætti lengi telja :p

föstudagur, 21. desember 2007

Lag í spilun: Liquido - Narcotic

Æji...
Sem hálfgerður trúleysingi sem stundar nám í raunvísindadeild segi ég bara æji.
Þessi maður er í sama söfnuði og fyrrverandi bekkjarsystir mín (minnir mig). Hann bloggar eftir sinni sannfæringu - sem er ekki sú sama og mín :D :p
Ætti kannski ekkert að vera að leyna skoðunum mínum á trú... veit ekki.
Ókei, mér finnst þetta rugl. Að hafna uppruna sínum svona, hafna sögu jarðarinnar sem fólk byggir (og gott betur en það...). Að segja jarðsöguna ævintýri er bull, rugl og þvaður. Biblían er friggin' ævintýri. Boðorðin eru ekkert eitthvað sér sem kristnir menn eiga. Þetta er bara almennt siðferði sem var til löngu áður en Móses fékk töflurnar tvær. Pff...
Biblían... ugh, segi ég. Ég veit að ég hef ekki lesið hana, en ég hef heyrt nógu mikið úr henni frá öðrum til þess að kæra mig ekkert um að lesa hana.
Trúin kann að hafa hjálpað fólki mörgum, bla bla bla. Trúin er ópíum fólksins, bla bla bla. Ég er ekki þarna á meðal.
Ég trúi á þróunarsöguna, geimverur og drauga. Ekki skáldsögur.
Rant, rant :p
Megið vera ógeðslega ósammála mér, mér er sama.

fimmtudagur, 20. desember 2007

Lag í spilun: Entombed - Chief Rebel Angel

Mjá.
Prófin eru búin. Smá eftir af skýrslunni. Duttum í það í gær. Mega.
Í dag er planið að klára skýrsluna og fara í klifur. Mega.

mánudagur, 17. desember 2007

Lag í spilun: Mad Season - Long Gone Day

*andar léttar*
Setlagafræðiruslinu er lokið! Mikið er ég fegin - og mér gekk nú barasta alveg ágætlega. Engin 10 sko, en hef nokkra trú á því að ég nái :)
Núna, get ég tekið steingervingafræðinni opnum örmum.

Lag í spilun: Meshuggah - I

Getiði hver vakti mig kl. 5 í morgun....
Alveg eins og ég sagði honum að gera...
...geðveikur "Palli var einn í heiminum" fílíngur þegar ég keyrði í skólann.
Almennilegur nætursvefn, einhver?